Reykjalundur - 01.06.1958, Qupperneq 25
Níunda þing S. í. B. S. var haldið að
Reykjalundi dagana 3.—5. júní. Við þingsetn-
inguna færðu félögin að Reykjalundi, Vífils-
stöðum og í Reykjavík sambandinu stóran
silkifána að gjöf. Fjölmargar samþykktir
voru gerðar á þinginu og voru þessar helzt-
ar: Að sambandsstjóm beitti sér fyrir — að
safna skýrslum um húsnæðismál berklasjúk-
linga og veiti þeim þá aðstoð, sem skrifstofa
sambandsins getur í té látið, — gerist aðili
að stofnun landssambands öryrkja, telji hún
það horfa til þjóðarheilla, — komi fram
æskilegum breytingum á lögunum um al-
mannatryggingar, þegar þau verða endur-
skoðuð.
Ur sambandsstjórn gengu Björn Guð-
mundsson og Brynjólfur Einarsson. I þeirra
stað voru kjörnir Júlíus Baldvinsson og Guð-
mundur Jakobsson. Asberg Jóhannesson átti
einnig að ganga úr stjórninni, en var endur-
kjörinn.
I stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi
var kjörinn Olafur Björnsson. Til vara Ast-
mundur Guðmundsson.
í stjórn vinnustofanna að Kristnesi var
kjörinn Ásgrímur Stefánsson og frú Krist-
björg Dúadóttir til vara.
Fyrsti forseti þingsins var Jónas Þorbergs-
son. Mættir á þinginu voru 83 fulltrúar frá 10
sambandsfélögum.
☆
Á fundi sambandsstjórnar 11. júní var
Þórður Benediktsson kosinn varaforseti,
Júlíus Baldvinsson gjaldkeri og Guðmund-
ur Jakobsson ritari. í stjórn Vinnuheimilis-
ins að Reykjalundi voru kjörnir Kjartan
Guðnason og Höskuldur Ágústsson.
☆
Júlíus Baldvinsson og Árni Einarsson sátu
stjórnarfund D. N. T. C., sem haldinn var í
Stokkhólmi dagana 21.—22. júní.
☆
Maríus Helgason ásamt Erni Ingólfssyni
heimsóttu um sumarið 52 umboðs- og trún-
aðarmenn S. í. B. S. á Suður- og Vesturlandi.
☆
Maður ráðinn til að gera skýrslur um hús-
næðismál berklasjúklinga í Reykjavík.
Revkjalundur
Víðfræg sænsk söngkona, Zarah Leander
og Lars Rosén, t.enórsöngvari, héldu hljóm-
leika í ágústmánuði á vegum S. í. B. S.
Hljómleikarnir voru ekki vel sóttir og hagn-
aður enginn af fyrirtækinu.
☆
I ágúst var hafin bygging íbúðarhúss í
Reykjalundi fyrir yfirhjúkrunarkonu og
ráðskonu staðarins. Húsið er einlyft, 120
m2. Tvær íbúðir. Þá var um haustið unnið að
byggingu trésmíðaskála, sem hafin var á
fyrra ári.
Hafin bygging íbúðarhúss í Kristnesi
handa verkstjóra í Vinnustofu S. I. B. S. þar
á staðnum. Húsið er tvílyft, 103m2 að flatar-
máli.
☆
Borgar Grímsson lézt að Vífilsstöðum 20.
ágúst. Borgar vann mikið að félagsmálum
berklasjúklinga og átti m. a. sæti í stjórnum
Sjálfsvarnanna um skeið, bæði að Vífilsstöð-
um og Reykjalundi.
☆
Nettóhagnaður af Berklavarnardegi var kr.
239.000.00.
☆
Normans-kvartettinn hélt hljómleika í
Reykjavík fyrri hluta nóvember. Með honum
var dægurlagasöngkonan Marion Sundh.
Listafólkið var hér á vegum S. í. B. S. —
Blaðadómar voru ágætir og aðsókn góð.
Hagnaður varð af hljómleikum þessum.
☆
I árslok varð enn bruni í Reykjalundi.
Brann þá stór braggi, er aðallega var notað-
ur fyrir svína- og hænsnahús. Þar með var
landbúnaður staðarins að velli lagður og
hefur ekki risið upp síðan.
☆
Vistmenn að Reykjalundi voru í ársbyrjun
81, á árinu komu 50 en 48 fóru, þar af 40 til
vinnu en 8 fóru á hælii á ný. Vistmenn í
árslok voru því 83.
☆
Framlag bæjar- og sveitarfélaga til bygg-
ingarsjóðs Reykjalundar, svo og gjafir og á-
heit, námu á árinu kr. 77 þús. Tekjur af
sölu minningaspjalda: kr. 35 þús.
23