Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 26

Reykjalundur - 01.06.1958, Síða 26
REYKJALUNDUR. AÐALBYGGINGTN Á árinu voru haldnir 14 sambandsstjórnar- fundir og fyrir tekin 95 mál til afgreiðslu. ☆ Hreinar tekjur sambandsins á árinu námu kr. 1.913.846.00. Fjárfesting að Reykjalundi kr. 1.574.175.00. 1955: Breyting var gerð á tilhögun happdrættis- ins í ársbyrjun. Vinningum fjölgað úr 6 þús. í 7 þús., samanlögð fjárhæð þeirra aukin um 200 þús. kr. Vinningar ársins voru að fjár- hæð samtals kr. 2.800.000.00. ☆ 5. febrúar, á 10 ára afmæli Reykjalundar gáfu nokkrir brautskráðir vistmenn heimil- inu höggmyndina „Kona með Amor“ eftir Ásmund Sveinsson. 24 Unnið að smíði húslengju, sem tengja á að- albyggingu Reykjalundar og vinnuskálana. Tvílyft bygging með 21 íbúðarherbergi á efri hæð. Steyptur kjallari að skála, 24X24 m., sem rúma skal kvikmyndasal, skrifstofu og vörugeymslu á tveim hæðum. Þá var full- gerður trésmíðaskálinn og lögð síðasta hönd á smíði íbúðarhúss fyrir yfirhjúkrunarkonu og ráðskonu staðarins. ☆ Skrifstofa sambandsins og félagsmálanefnd annast í vaxandi mæli margskonar aðstoð við berklasjúklinga jafnt félagsmenn og þá er utan samtakanna standa. ☆ Keypt á árinu ný og mjög fullkomin plast- steypuvél aðallega til framleiðslu á búsáhöld- um. Verð hennar hálf milljón kr. Reykjalundur

x

Reykjalundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.