Reykjalundur - 01.06.1958, Side 31

Reykjalundur - 01.06.1958, Side 31
Stjórnarfundur D. N. T. C. Tíu ára afmæli sambandsins Stjórnarfundur Berklavarnarsambands Norðurlanda, D. N. T. C., var haldinn að Reykjalundi dagana 2. —5. júlí í sumar. Var þetta jafnframt afmælisfundur af til- efni 10 ára afmælis sambandsins, sem stofn- að var að Reykjalundi sumarið 1948. Tveir fulltrúar voru mættir til fundarins frá hverju landanna, þeir sömu og komu sam- an á sl. sumri til stjórnarfundarins í Dan- mörku, en venjan er, að fundirnir séu haldn- ir til skiptis í sambandslöndunum, og þá jafnframt reynt að haga svo til, að þing berklavarnasambands viðkomandi lands sé haldið um svipað leyti, svo gestunum gefist kostur á að fylgjast með störfum sambands- ins, og flytja þann lærdóm. sem af því má draga til síns heimalands. Teljum við undirritaðir, fulltrúar S. í. B. S. í stjórn D. N. T. C., að fundir þeir, er við höfum tekið þátt í, hafi verið okkur til mikils fróðleiks og auðveldað okkur þau störf, er S. í B. S. hefir falið okkur. Ánægjulegt er þó að geta þess, að við höfum ekki aðeins verið þiggjendur, heldur og veitendur, því félagar okkar á Norðurlöndum hafa einnig nokkuð af okkur getað lært. Yms mál, er alla berklasjúklinga varða, voru rædd á þessum fundi sem hinum fyrri. Mörg eru vandamálin við að stríða, og svip- uð í öllum löndunum. Telja verður þó, að nokkuð þokist í rétta átt, að dómi berkla- varnasambandanna, þótt mikið vanti á, að æskilegasta árangri sé enn náð. Af þeim 18 málum, sem fundurinn tók til meðferðar þessu sinni eru það sérstaklega tvö, sem kunna að vera forvitnileg fyrir les- endur þessa blaðs, og við viljum sérstaklega geta. Vinnuþjálfun, vinnustofnanir og vinnu- miðlun öryrkja, er starfsemi sem við þekkj- um því miður alltof lítið til, nema vinnu- þjálfun sú sem S. í. B. S. stendur fyrir að Reykjalundi, og alþjóð er kunn, en í ná- grannalöndum okkar er slík starfsemi í hönd- um opinberra aðila að mestu leyti. Sama máli gegnir um vinnustofnanir, að Frd stjórnarjundi D.N.T.C. Reykjalundur 29

x

Reykjalundur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.