Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 37

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 37
Garðar Jóhannesson F. 17. des. 1904. — D. 20. nóv. 1957. Garðar Jóhannesson formaður Sjálfsvarn- ar að Kristneshæli lézt í Landsspítalanum 20. nóv. 1957. Lauk þar með stríði við berkla- veikina, er staðið hafði hátt á annan tug ára. Garðar veiktist 1940 og kom það ár á Krist- neshæli. Útskrifaðist hann 1945, en varð að fara aftur á hælið eftir þriggja ára bil, 1948. Frá því var hann bundinn við heilsuhæli og sjúkrahús til dauðadags. Enda þótt kraftar Garðars væru oft veikir á hælisvistarárum hans, vann hann jafnan mörg störf og mikilvæg fyrir samsjúklinga sína á Kristnesi og samband vort. Arum saman var hann formaður Sjálfs- varnar, í stjórn vinnustofanna að Kristnesi, formaður Styrktarsjóðs sjúklinga þar og for- maður bókasafns þeirra. Fulltrúi á þingum S.Í.B.S. var hann oftar en einu sinni og umboðsmaður Vöruhapp- drættisins 1949—’51 og 1954—’56. Öllum, sem kynntust störfum Garðars, ber saman um, að þau hafi verið leyst af hendi með óvenjulegri reglusemi, dugnaði og trú- mennsku. Garðar Jóhannesson var maður yfirlæt- islaus og prúður í framkomu, traustur pg REVKJALUNpiJIt vandur að virðingu sinni í hvívetna. Mér kom hann fyrir sjónir sem sú gerð manna, sem tamara er að gera kröfur til sjálfra sín en annarra. Með Garðari Jóhannessyni er genginn einn úr þeirra hópi, sem fórnað hafa veikum kröft- um fyrir gott málefni og mun hans minnst sem eins af ágætustu félögum S.Í.B.S. Á. G. Námskeið í félagsmálum öryrkja í Bommersvík Dagana 24. júlí til 2. ágúst í sumar hélt sænska berklavarnasambandið námskeið í félagsmálum. Námskeiðið var haldið í félagsheimili sunn- an Stokkhólms. Sóttu það sextíu manns víðs- vegar að úr Svíþjóð. Danir, Finnar, Norð- menn og Islendingar sendu einnig fulltrúa á námskeiðið. Þessa tíu daga voru flutt tuttugu og fimm erindi um öryrkjamál, og voru allir fyrir- lestrarnir fluttir af færustu sérfræðingum. Svíar standa sennilega fremst allra þjóða í því, er lýtur að tryggingum almennings og gera mjög mikið til að hjálpa öryrkjum og gera þeim kleift að sjá sjálfum sér og sínum farborða. Sænska berklavarnasambandið hefur unnið mikið að þessum málum og á drjúgan þátt í þeim framförum, sem orðið hafa á þessu sviði síðasta áratuginn. Námskeiðið var bæði ánægjulegt og lær- dómsríkt. Það var afbragðsvel skipulagt, fé- lagsandinn góður og umhverfið fagurt. Síðan Norræna berklavarnasambandið var stofnað, hefir náin samvinna verið með bræðraþjóðunum. Þetta námskeið var einn þáttur þess góða samstarfs. G. L. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.