Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 45

Reykjalundur - 01.06.1958, Blaðsíða 45
aðra hönd sína, svo að hann gæti kysst hana að skilnaði. Og þá, vitanlega — hvernig í ósköpunum datt þér það í hug — opnast dyrnar og brúð- guminn æðir inn, leiður og afbrýðisamur vegna hinnar löngu biðar. Á sama augnabliki fékk Helena kveðju- kossinn á hönd sína — og John Delaney vatt sér út um gluggann og þaut niður brunastig- ann, með Afríku á heilanum. Ofboðlítil dauf hljómlist, ef þú vilt gjöra svo vel, daufir fiðlutónar, örlítill klarinett- kliður og rétt snertur af cellóleik. Hugsaðu þér sviðið. Frank, hvítglóandi, hrópandi eins og dauðsært dýr. Helena æðir á móti honum, grípur í hann dauðahaldi og reynir að út- skýra. Hann tekur hranalega utan um hend- ur hennar og rífur þær af öxlum sínum — einu sinni, tvisvar, þrisvar, og hristir hana, svona og svona — leiðbeinandinn getur sýnt þér hvernig — og hrindir henni ruglaðri, yf- irbugaðri og kveinandi á gólfið.. „Aldrei“, æpir hann, „vil ég líta þig augum framar“, og æðir burt úr húsinu, framhjá gestaskar- anum ,sem starir gapandi af undrun.. Og svo — af því hér er um sjálft lífið að ræða — verða áhorfendurnir að hverfa út á ganga raunveruleikans og giftast, deyja, verða gráhærðir, ríkir, fátækir, glaðir eða hryggir, í hléinu, sem tekur tuttugu ár, unz tjaldið er aftur dregið frá. Frú Barry erfði húsið og verzlunina. Hún var nú þrjátíu og átta ára, en hefði leikandi getað sigrað flestar átján ára stúlkur í feg- urðarsamkeppni. Þeir voru nú orðnir fáir, sem mundu eftir brúðkaupi hennar, en hún gerði samt ekkert til þess að afmá minning- una um það, sem þá gerðist.. Hún gerði sér hvorki far um að grafa það í gleymskunnar djúp, né heldur að halda því á lofti. Dag nokkurn kom vel stæður lögfræðing- ur inn í búðina hennar. Hann var vanur að kaupa af henni blek og skjalapappír, en nú gerði hann sér lítið fyrir og bað hennar yfir búðarborðið. . . „Þér eruð alls góðs verður af mér“, sagði hún hýrlega, „en fyrir tuttugu árum giftist ég manni, sem hagaði sér eins og gæs frem- ur en maður, en það er svo skrítið, að ég held REYKTAjLUNPUR ég elski hann enn. Kg hef ekki séð hann síðan en svo sem hálftíma eftir giftinguna. Var það fjölritunarblek eða bara venjulegt blek, sem þér ætluðuð að fá?“ Lögfræðingurinn hneigði sig yfir búðar- borðið með gamaldags hofmannlegri kurteisi og þrýsti virðuiega kossi á handarbak henn- ar. Helena andvarpaði. Kveðjuathafnir, jafn- vel ástrænar, geta verið allt of hátíðlegar. Hér stóð hún nú, þrjátíu og átta ára gömul, fögur og dáð, en af aðdáendunum virtist henni ekkert í té látið nema brigzlyrði og kveðjur. Verst var þó, að þarna hafði hún líka misst viðskiptavin Verzlunin fór minnkandi, svo að hún tók sig til og auglýsti herbergi til leigu. Tvö stór herbergi á þriðju hæð voru útbúin í því skyni. Leigjendur komu og fóru aftur með söknuði, því hús frú Barry var bústaður hreinlætis, þæginda og smekkvísi. Dag nokkurn kom Ramonti, fiðluleikarinn og tók fremra herbergið á leigu. Hávaðinn og skvaldrið inni í borginni hafði orðið of- raun hinum viðkvæmu eyrum hans. Og þá fann vinur hans einn honum þessa vin í eyði- mörk hávaðans. Ramonti var enn unglegur, dökkur yfirlit- um, skeggið stutt en snúið á útlenda vísu, hárið nokkuð tekið að grána, virðuleiki í svip og fasi. Hann var glaðlyndur, nokkuð ör í skapi og öll vitnaði framkoma hans um listamannslund. Bauð maðurinn af sér góðan þokka, enda var hann kærkominn leigjandi í gamla húsinu við Abingdon Square. Helena bjó á hæðinni uppi yfir búðinni. Húsaskipun var mjög einföld. Anddyrið var mjög stórt og næstum ferningur að lögun. Við einn vegg þess lá opinn stigi upp á loft- ið. Að öðru leyti var vistarvera þessi útbúin setustofa og skrifstofa í senn. Þar var skrif- borð frúarinnar og við það skrifaði hún við- skiptabréf sín. Á kvöldin sat hún fyrir fram- an arininn og las eða saumaði við bjart rautt ljós. Ramonti kunni svo vel andrúmslofti þessa staðar, að hann sat þar tíðum og lýsti fyrir frú Barry dásemdum Parísarborgar, en þar hafði hann numið fiðluleik hjá nafntog- uðum kennara. Hinn leigjandi frúarinnar var laglegur 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Reykjalundur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.