Reykjalundur - 01.06.1958, Page 47

Reykjalundur - 01.06.1958, Page 47
maður, þunglyndislegur á svip, á að gizka rúmlega fertugur. Hann hafði mikið dökkt skegg og einkennilegt augnaráð, biðjandi og starandi. Einnig honum féll einkar vel félags- skapur Helenu, og sat hann hjá henni löng- um stundum. Henni fannst sem hann væri gæddur augnaráði Rómeós og mælsku Oth- ellós ,og hann töfraði hana með sögum frá fjarlægum heimshlutum. Henni duldist ekki, að hann var í bónorðshug — og hafði raunar beðið hennar oftar en einu sinni, undir rós. Frá fyrstu kynnum fann Helena til mik- illar, næstum yfirþyrmandi vellíðunar í ná- vist þessa manns. Rödd hans minnti hana á einhvern leyndardómsfullan hátt á liðna tíma — og daga æskuástar hennar. Tilfinn- ing þessi óx hröðum skrefum, Helena gaf henni lausan tauminn og brátt tók hún að trúa því, að hann hefði verið mikilvæg per- sóna í þeim leik. Og samkvæmt kvenlegri á- lyktun (jú, konur beita stundum rökum) og með því að leiða hjá sér allar venjulegar vangaveltur um staðreyndir, komst hún að þeirri niðurstöðu, sem brátt varð að vissu, að þarna væri hennar elskulegur eiginmaður kominn til hennar aftur. Hún þóttist skynja í augum hans ást, sem ekki yrði um villzt. Og ennfremur þóttist hún sjá í þessum sömu augum djúpa þrá og iðrun, sem vakti sára meðaumkvun hennar. En allir vita, að slík meðaumkvun og samúð er oft undanfari endurgoldinnar ástar. En hún lét sem ekkert væri. Eiginmaður, sem hverfur fyrir næsta götuhorn og skýtur svo allt í einu upp kollinum tuttugu árum síðar, getur tæplega vænzt þess, að inni- skórnir hans bíði á þægilegasta stað og eld- spýtur til að kveikja í vindlinum með. A undan verður óhjákvæmilega að fara afplán- un, útskýringar, jafnvel fordæming í bili. Fyrst hlýtur maðurinn að þola nokkra vist í hreinsunareldi iðrunarinnar, og síðan fengi hann e. t. v. umbun ástar sinnar, ef hann reyndist nógu auðmjúkur. Þess vegna sýndi hún þess engin merki, að hún vissi neitt eða grunaði hið minnsta. Og vinur minn, blaðamaðurinn gat ekki komið auga á neitt skemmtilegt við þetta! Maður, sem sendur var á stúfana til að skrifa Reykjalundur COLGATE’S ER BEZT H. Ólafsson & Bernhöft OLÍUFÉLAGIÐ h. f. Sambandshúsinu Sími 24390 REYKJAVÍKURHÖFN Hafnarhúsinu. — Sími 12951. KIDDABLTÐ Garðastr. 17. — Njálsg 64. — Bergst.str. 48 Sími 1-1379 Sími 1-4063 Sími 1-2737 L í T I Ð I N N í BÆKUR og RITFÖNG Austurstræti 1 og Laugaveg 100 45

x

Reykjalundur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjalundur
https://timarit.is/publication/1120

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.