Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Side 22

Húnavaka - 01.05.1962, Side 22
20 HÚNAVAKA ast heim svellað túnið, en þetta tekst þó, því leiðin er lýst upp eins og aðalgata í stórborg. Tvær brosmildar lieimasætur taka á móti okkur og bjóða til stofu. Já, Stefán minn. Nú er gaman að vera ungur. — Húsbóndinn er að Ijúka við útiverkin ásamt yngstu dótturinni. Sonur- inn, 11 ára drengur, situr að tafli við pilt úr nágrenninu, sem nú er vélaviðgerðarmaður á heimilinu. Hér er hlýtt og bjart — og þegar við Stefán höfum komið okkur vel fyrir í þægilegum stólum og heimasæturnar setzt andspænis okk- ur, þá dreg ég í efa, svona með sjálfum mér, að við munum standa strax upp aftur. Að minnsta kosti mundi ég mjög vel skilja það við- horf hjá Stefáni. Og hvað sjálfan mig snertir, þá hefur falleg kona alltaf verið mér augnayndi, það hefur ekkert breytzt með árunum. Húsmóðirin er því miður ekki heima. Hún er í Reykjavík til lækn- inga. Meðan við bíðum komu húsbóndans, spjöllum við við systumar. Sigrún, sú eldri, hefur lokið landsprófi frá Reykholtsskóla, og svo ver- ið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Nú er hún kennari hcima í sinni sveit, þar æfir hún kirkjukór og er kirkjuorganisti, auk þess æfir hún tvöfaldan kvartett í fritímum sínum. Já, og því til viðbótar getur hún verið húsmóðir heima í forföllum og þá brugðið sér í fjósið ef með þarf. Sú yngri vinnur á Héraðshælinu á Blönduósi, en er nú i helgarfríi. Næsta vetur hugsar hún til náms í kvennaskóla. Báðar unna þær systur sveit sinni og vilja gjarna vera húsmæður í sveit, ef svo vill verkast. En það kemur nú víst oftast fleira til jægar þau mál eru ákveðin með ungu fólki, en aðeins atvinnuspursmálið. Nú er Grímur bóndi Gíslason kominn, og þá fara dætur hans fram, en við tökum tal með honum. Ekki verðum við varir við neitt hallæris- hljóð í Grími og nú hefur hann orðið. — Það er þá fyrst búskapurinn. — Ég er bjartsýnn á framtíðina, en álít þó erfiðara efnalitlum frum- býlingi nú en fyrir 20 árum. Lífshættir allir hafa breytzt og kröfur eru allt aðrar. Það sem þá taldist til munaðar og menn létu sig gjaman án vera, telst nú oft til brýnustu þarfa. Þetta skapar aukna fjárþörf. Aftur á móti getur fólk, sem nú er búið að koma sér vel fyrir, látið sér líða betur, vegna hinna mörgu tæknilegu möguleika, sem eru fyrii hendi. — Vélvæðing hefur haft mest áhrif á framvinduna í búskaparhátt- um og þar hefur mikið verið um að vera. Nú munu rétt 20 ár síðan ég fór upp að Blöndudalshólum og Æsustöðum til að vinna þar að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Húnavaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.