Húnavaka - 01.05.1962, Qupperneq 22
20
HÚNAVAKA
ast heim svellað túnið, en þetta tekst þó, því leiðin er lýst upp eins og
aðalgata í stórborg. Tvær brosmildar lieimasætur taka á móti okkur
og bjóða til stofu. Já, Stefán minn. Nú er gaman að vera ungur. —
Húsbóndinn er að Ijúka við útiverkin ásamt yngstu dótturinni. Sonur-
inn, 11 ára drengur, situr að tafli við pilt úr nágrenninu, sem nú er
vélaviðgerðarmaður á heimilinu.
Hér er hlýtt og bjart — og þegar við Stefán höfum komið okkur
vel fyrir í þægilegum stólum og heimasæturnar setzt andspænis okk-
ur, þá dreg ég í efa, svona með sjálfum mér, að við munum standa
strax upp aftur. Að minnsta kosti mundi ég mjög vel skilja það við-
horf hjá Stefáni. Og hvað sjálfan mig snertir, þá hefur falleg kona
alltaf verið mér augnayndi, það hefur ekkert breytzt með árunum.
Húsmóðirin er því miður ekki heima. Hún er í Reykjavík til lækn-
inga. Meðan við bíðum komu húsbóndans, spjöllum við við systumar.
Sigrún, sú eldri, hefur lokið landsprófi frá Reykholtsskóla, og svo ver-
ið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Nú er hún kennari hcima í sinni
sveit, þar æfir hún kirkjukór og er kirkjuorganisti, auk þess æfir hún
tvöfaldan kvartett í fritímum sínum. Já, og því til viðbótar getur hún
verið húsmóðir heima í forföllum og þá brugðið sér í fjósið ef með þarf.
Sú yngri vinnur á Héraðshælinu á Blönduósi, en er nú i helgarfríi.
Næsta vetur hugsar hún til náms í kvennaskóla. Báðar unna þær systur
sveit sinni og vilja gjarna vera húsmæður í sveit, ef svo vill verkast.
En það kemur nú víst oftast fleira til jægar þau mál eru ákveðin með
ungu fólki, en aðeins atvinnuspursmálið.
Nú er Grímur bóndi Gíslason kominn, og þá fara dætur hans fram,
en við tökum tal með honum. Ekki verðum við varir við neitt hallæris-
hljóð í Grími og nú hefur hann orðið.
— Það er þá fyrst búskapurinn.
— Ég er bjartsýnn á framtíðina, en álít þó erfiðara efnalitlum frum-
býlingi nú en fyrir 20 árum. Lífshættir allir hafa breytzt og kröfur eru
allt aðrar. Það sem þá taldist til munaðar og menn létu sig gjaman
án vera, telst nú oft til brýnustu þarfa. Þetta skapar aukna fjárþörf.
Aftur á móti getur fólk, sem nú er búið að koma sér vel fyrir, látið
sér líða betur, vegna hinna mörgu tæknilegu möguleika, sem eru fyrii
hendi.
— Vélvæðing hefur haft mest áhrif á framvinduna í búskaparhátt-
um og þar hefur mikið verið um að vera. Nú munu rétt 20 ár síðan
ég fór upp að Blöndudalshólum og Æsustöðum til að vinna þar að