Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1962, Page 28

Húnavaka - 01.05.1962, Page 28
26 HÚNAVAKA Tekjur hásesta á bát svipuðum og ég er með ættu að nema yfir árið 100—150 þúsund krónum, sé allt affallalaust og meðalaflaár. Þrátt fyrir þetta eru þó alltaf dálitlir erfiðleikar á þvi að fá menn á bátana, sem hér mun m. a. skapast af því, að hér á staðnum eru ekki svo margir starfandi sjómenn, sem þörf er fyrir nú. Mikill munur er orðinn á aðstöðu sjómannanna frá því, sem áður var, hvað snertir búnað um borð og auðveldari vinnutilhögun. Síld- veiði, sé mikill afli, var nokkuð erfið með skorpum, en síðan kraft- blokkin kom er þetta leikur einn nema þá helzt löndunin. Ég er ekki svartsýnn á útgerð héðan frá Skagaströnd, og ef við fáum aðstöðu til að eignast stór og góð skip, þá sé ég enga ástæðu fyrir ungt fólk, sem skapa vill sér framtíð við þennan atvinnuveg, að leita annað til lífsbjargar. Það sem aðallega hefur vantað hér, er að okkar skip hafa ekki verið nógu stór og vel útbúin, en við vonum að á þessu verði bráðlega breyting. Þó að ef til vill megi hafa eitthvað hærri tekjur af þvi að róa við Breiðafjörð en héðan, þá er aðstaða hér betri. Löndunarskilyrðin eru góð og afsetningarmöguleikar fyrir afla þeirra báta, sem hér eru nú, góðir. Höfnin skemmist að vísu af sandi og verður að ráða bót á því. A útgerð trillubáta hefi ég hæpna trú, nema svo sem 2-3 mánuði af árinu. Sé aflandsvindur, teljum við sæmilegt sjóveður, þó að vindhraði sé 5—6 vindstig. Öðru máli gegnir, ef vindur stendur af norðri, þá eru mun erfiðari sjóar. Frá engum svaðilförum get ég sagt, að vísu er alltaf eitthvað að gerast, en vondu veðrin gleymast fljótt. — Og þá er það unga konan, Guðrún Sigurðardóttir. Hún er ánægð með að vera sjómannskona og óskar sér ekki annars hlutskiptis betra. Henni eru þessi störf heldur ekki með öllu framandi. Faðir hennar hefur lengst af ævi unnið við útgerð, og frændur hennar margir gengið sömu braut. 13 ára gömul fluttist hún hingað vestan af Ströndum, og hefur hún átt hér heima síðan. Nokkuð finnst henni taka í, þegar bóndinn þarf að fara á vertíð í fjarlægar verstöðvar, en um það þýðir ekki að sakast, þetta fylgir starfinu. Talstöðvar bátanna og útvarp heimilanna létta hér margri konu stundirnar. Með bátum er alltaf fylgzt úr landi, frá því sjóferð er hafin og þar til henni er lokið. Konan í landi getur jafnvel fylgzt með veiðum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Húnavaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.