Húnavaka - 01.05.1962, Side 69
HÚNAVAKA
67
urnar hækkað, en sjómennirnir vinna öruggir og æðrulaust. Það er hald-
ið áfram að draga meðan fært er. Ekki er það erfiðislaust, þó að vél
bátsins sé látin draga lóðina. Mikla aðgát þarf að hafa við starfið, að
missa ekki fiskinn af línunni, slíta ekki lóðina og blóðga fiskinn. Allt
erfiðið borgar sig, ef aflinn er mikill og góður.
Venjulega koma bátarnir aftur að landi úr róðri, laust eftir hádegi
og hafa þá verið úti 16 til 18 tíma. Landmennirnir eru tilbúnir að taka
lóðirnar og fiskinn úr bátnum og aka því upp i beituskúr og frystihús,
og koma beittu línunni um borð því það verður róið aftur í kvöld. Það
er frost og hríðarfjúk, en það er líf sjómannsins að fiska, og hann verður,
því „enginn fæst á landi“.
Það verður bráðum byrjað með netin og þá þurfa landmennirnir
ekki að standa langtímum í köldum og illa gerðum beituskúrum og skera
og beita freðinni síld og smokk nrcð berum, frostbólgnum höndum.
Frystihúsið hefur keypt fiskinn. Það hefur ráðið til sín menn til að
slægja fiskinn, „gera að“. Nokkrir menn raða sér við borð. Einn stend-
ur í fiskkösinni, með sting í höndum, og kastar fiskinum upp á borðið.
Þar gengur fiskurinn milli mannanna. A þeirri leið aðskilst fiskurinn
þannig, að slóg fer í einn stampinn, lifrin í annan og fiskurinn í kös,
sem annað hvort er unnin í fiskflök, saltfisk eða skreið.
í frystihúsinu er oft mikið að gera og langur vinnutími. En verkamenn
starfa hver í sínu rúmi og allir hafa þeir beztu handtök, sem þeim hafa
verið kennd til starfsins. Erfiðast er þegar mikill ormur er í fiskinum,
því hann þarf nauðsynlega að hreinsa, til þess að fiskurinn verði mark-
aðsvara. Allt er nýtt nema slógið, og var því þó stundum ekið á tún til
áburðar.
Framleiðslan er hraðfryst flök, heilfrystur fiskur, saltfiskur, skreið,
fiskimjöl, lýsi og refafóður.
Síldveiðar:
Það er komið fram á sumar. Það hefur verið lítið um fasta daglauna-
vinnu. Nokkrir menn eru alltaf í starfi hjá frystihúsunum, og enn aðrir
eru við hafnarbótavinnu. Það er verið að byggja og endurbæta hafnar-
mannvirkin og byggja „síldarplan". Það eiga að verða tvær söltunar-
stöðvar tilbúnar fyrir síldarvertíðina.
Stúlkurnar bíða atvinnulausar eftir síldinni. Þær fara seint að sofa á
kvöldin og koma ekki á fætur fyrr en kemur fram um hádegi. Kaup-
staðurinn er allur hálfsofandi.