Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 10
8
HÚNAVAKA
bækur Þingeyrakirkju frá Guðbrandi hefðu farið á tvístring, Her-
mann Jónasson fargað þeim eins og sumu öðru, sem hann gat við
kirkjuna losað. Síðar varð eg þess áskynja, að nokkurar bækur með
sams konar álímdum miðum hefðu lent í Landsbókasafni.
í Ferðafélagsárbókinni segir svo: „Bókasafn allmikið gaf dr. Guð-
brandur Vigfússon nýju kirkjunni, en fáir munu nú vita afdrif þess.“
Ennfremur er þar sagt frá mikilli klukku, sem hafi hangið í klukkna-
porti gömlu kirkjunnar, en verið flutt í nýju kirkjuna og rifnað á
jóladag 1898. „Loks keypti Sturla Jónsson, þá kirkjueigandi, nýja
klukku. Stendur á henni nafn Ásgeirs Einarssonar, en einnig Guð-
brands Vigfússonar og ártal 1911.“ Eg man, að þegar eg fyrir all-
mörgum árum kom upp í turn kirkjunnar og sá nafn Guðbrands
á klukkunni, varð eg dálítið forviða og skildi ekki í svipinn, hvernig
á því gæti staðið. Hitt fannst mér ekki eins undarlegt, að nafn Ás-
geirs væri sett á klukkuna, í lieiðurs skyni, þó að hún væri steypt
eftir hans dag.
Nokkura ráðningu þessarar gátu fann eg í Nýju kirkjublaði, 6.
árgangi, 1911 (86.-87. bls.). Þar er sagt frá mikilli klukku, sem
Bjarni Halldórsson sýslumaður hafi útvegað kirkjunni um miðja
18. öld, en hafi sprungið á nýársdag 1900 (við þá tímaákvörðun er
samt sett spurningamerki) og liggi nú (þegar greinin er rituð) í
lamasessi úti á skemmuvegg. Síðan heldur Þórhallur ltiskup, sem
þetta hefur ritað, áfram:
„Nú er von, að Þingeyrum bætist aftur jafngóð klukka. Guð-
brandur dr. Vigfússon gaf kirkjunni eða ánafnaði eftir sig bækur
til minningar um Ásgeir Einarsson, sem hafði verið velgjörðarmað-
ur Guðbrands, er hann var ungur og hjálparþurfi. Nú hafa söfnin
hér keypt bækur þessar og fengizt fyrir rúmar 200 kr., og svo kaupir
Forngripasafnið gömlu klukkuna, og fyrir 300 kr. má fá ágæta og
stóra klukku, sem borið getur nafn þeirra beggja, Ásgeirs og Guð-
brands, og hljómað um breiða byggð og sóknirnar 7, fáist hún eins
silfurskær." — Síðustu orðin lúta að þeirri sögusögn, að gamla klukk-
an, sem sprakk, hafi heyrzt um sjö sóknir og þingmannaleið vegar,
hvað sem hæft er í því. A. m. k. hlýtur að hafa verið undir vind-
stöðu komið, hvar hún heyrðist bezt. Á Sagnaþáttum úr Húnaþingi
eftir Theodór Arnbjörnsson segir aðeins, að til hennar hafi heyrzt
„á öllum bæjum í sókninni, ef veður var kyrrt.“ Annars er sumt af
því, sem þar er sagt um klukkur Þingeyrakirkju, vafasamt eða rangt,