Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 28
26
HÚNAVAKA
féll það í hlut hans, að vera fræðari innlendra og erlendra manna
um safnið og sögustaði. Og máttu þau hjón taka á móti hinum
tignustu gestum. Má segja, að heimili þeirra hjóna hafi verið ræðis-
mannssetur í höfuðborg vorri við Víkursand.
Þegar skyldi gera forsetagarð, urðu Bessastaðir fyrir valinu. Það
höfuðból, er lengst hafði verið í eigu konungs og valdsmenn hans
höfðu setið á. Fannst það á fólki, að þetta væru eigi holl tilvik. En
slíkir gættu þess eigi, að þar stóð vagga endurreisnar íslenzkrar
tungu, í Bessastaðaskóla. Þaðan komu þeir, er höfðu upp frelsi fyrir
land og lýð og þeir úr skáldahópi, sem báru fram gáfu sína, sem
skírast gull af eiri hefur borið. Er því vel, að maður er ritar fagurt
mál, í bundnu og óbundnu máli, situr nú sem forseti á Bessastöðum.
Þetta má rökstyðja með þýðingu forsetans, Kristjáns Eldjárns, á
norsku kvæði, 250 ára gömlu. Er höfundur þess sr. Peter Dass, sam-
tímamaður sr. Hallgríms Péturssonar og Stefáns Ólafssonar. Við
prestar biðjum aldrei um leyfi til slíkra hluta í ræðum vorum og
geri ég það eigi nú.
Ég heilsa yður, Norðurlands heimbyggðarmenn,
jafnt háurn sem lágum, já, öllum í senn,
þér bændur, ég ávarpa yður,
hvar helzt sem þér búið við fjörð eða fjall,
hvort fiskinn úr bátnum þér spyrðið í hjall
til sölu eða saltið hann niður.
Og heilir, þér klerkar og kennidóms ljós,
sem kirkjunni þjónið með vegsemd og hrós,
þér liðsmenn í lofsælu standi,
og einnig þér, valdsmenn og landstjórnarlið,
sem laganna gætið og tryggið oss frið
og refsið með réttlætis brandi.
Og heilar, þér konur, með kærleikans auð,
sem kryddið og sykrið vort daglega brauð,
og þér meyjar og matrónur prúðar,
en einkum þó heilsa ég sérhverri sál,
er siðanna gætir, þó brautin sé hál,
hún fer ekki bónleið til búðar.