Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 203
HÚNAVAKA
201
stjóri var sr. Jón Kr. ísfeld.
Karlakórinn Vökumenn
skemmti með kórsöng, leikþætti
og fleiru. Auk þessa sýndi
Blönduósbíó kvikmyndir fjór-
um sinnum á vökunni. Hljóm-
sveitirnar Ósmenn og Sveitó
spiluðu fyrir dansi, en þær voru
báðar starfandi á Blönduósi.
Spurningakeppni var háð inn-
an sambandsins og kepptu lið
frá sjö félögum. Úrslitakeppni
var háð á Húsbændavökunni.
Lið Ungmennafélags Svínvetn-
inga sigraði, en fyrir þá kepptu
Hannes Guðmundsson, Auð-
kúlu, Valgerður Guðmundsdótt-
ir, Syðri-Grund og Jóhann Guð-
mundsson, Holti. í öðru sæti
varð lið Ungmennafélags Þing-
búa, en í því liði voru Haukur
Magnússon, Brekku, Leifur
Sveinbjörnsson, Hnausum og
Pétur B. Ólason, Miðhúsum.
Þegar fram á vorið kom fóru
íþróttamenn að hugsa til hreyf-
ings. Sambandið gekkst fyrir
móti 17. júní, en sökum þess hve
veður hafði verið kalt voru ein-
ungis fáir farnir að æfa og því
fáir, sem kepptu.
Héraðsmótið var haldið á
Hvammseyrum í Langadal í júlí
og þar var fjöldi keppenda. í
þrjár vikur fyrir mótið hafði
hinn ágæti íþróttamaður Lárus
Guðmundsson frá Skagaströnd
ferðazt á milli félaganna og leið-
beint í íþróttum. Sjálfsagt má
rekja hina miklu þátttöku í
Héraðsmótinu til starfs hans. 1
stigakeppni milli félaga varð
Ungmennafélagið Fram hlut-
skarpast og hlaut 119 stig, en
Ungmennafélagið Hvöt hlaul
117 stig, svo að munurinn var
lítill og keppnin hörð. Stiga-
hæstu einstaklingar voru: Af
karlmönnum Lárus Guðmunds-
son, Fram, með 48% úr stigi, en
af konum Ingibjörg Aradóttir,
Hvöt, með 23% úr stigi. Fyrri
dag mótsins var úrhellis rigning,
en seinni daginn skein sólin
glatt og var hið bezta veður á
mótsstað.
Unglingamót var haldið í
ágúst. Áhugi á íþróttum virðist
vera mikill hjá yngstu kynslóð-
inni á sambandssvæðinu og er
það vel, því að fátt er jafn hollt
fyrir ungmennin sem íþrótta-
iðkun og drengileg keppni.
Hin árlega keppni í frjálsum
íþróttum milli U.M.S.S.,
U.S.V.H. og U.S.A.H. fór fram
á Reykjaskóla í Hrútafirði 24.
ágúst. Skagfirðingar hafa ætíð
sigrað þá keppni með nokkrum
yfirburðum, en í ár var keppnin
miklu jafnari en áður. Fóru
leikar svo að U.S.A.H. sigraði
með 133.5 stigum en U.M.S.S.
hlaut 120 stig og U.S.V.H. 117.5
stig. Vann sambandið því til
varðveizlu, þetta ár, farandbikar