Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 86
84
HtTNAVAKA
í klaustri þarna nálægt höfðu fylgzt með líferni hans og kusu hann
til ábóta. En það fór svo, að þeim þótti hann strangur og harður í
stjórn sinni. Fór svo, að þeir urðu óánægðir með reglu hans og leit-
uðu færis að fyrirkoma honum. Honum tókst að komast undan og
flýja í sinn gamla helli.
Margir lærisveinar söfnuðust þangað til hans. Með aðstoð nokk-
urra þeirra var ráðizt á hof nokkurt, sem var helgað Appollo og var
í nánd við Neapel, og tóku þeir það. Þar reisti hann Benediktína-
klaustur, sem hann kallaði Monte-Cassino í Campaníu í Mið-Ítalíu,
og mun það hafa verið á árinu 529. Þar með stofnsetti hann þetta
fræga klaustur sitt.
Benedikt vildi einkum venja munkana á starfsemi, en forða þeim
frá hvers kyns siðleysi. Þess vegna setti hann í reglu sína, að þeir
skyldu kenna unglingum lestur, skrift og reikning og kristin fræði,
vinna með höndunum og gæta bús í klaustrinu. Hann stofnaði
einnig bókasafn og lagði svo fyrir, að gamlir uppgjafa munkar skyldu
skrifa upp nytsemdarbækur handa því. Þar með eru mörg rit komin
í hendur síðari tíma manna, sem annars væru glötuð. Það er t. d.
alkunna, hversu merkilegir rifihöfundar voru bæði í Þingeyraklaustri
og á Munkaþverá. Af þeim ritum má t. d. nefna eftir Karl ábóta
Jónsson, Gunnlaug Leifsson, Odd Snorrason, Berg Sokkason o. fl.
Nunnurnar í Kirkjubæjarklaustri og Reynistaðaklaustri voru
frægar hannyrðakonur.
Þannig er vitað með vissu, að Benediktsmunkar og nunnur af
þeirri reglu, áttu ekki minni frægðarorð skilið á íslandi fyrir bók-
legar og verklegar nytsemdir, en annars staðar.
20. april. Sulpicius. Hér mun átt við Sulpicius Severus. Hann var
fæddur stuttu eftir 360. Hann virðist hafa verið af háum stigum.
Gáfaður var hann og gat sér góðan orðstí sem málafærslumaður. En
eftir lát konu sinnar dró hann sig út úr skarkalanum og gerðist ein-
setumaður. Marteinn frá Tour varð fyrirmynd hans og kennifaðir.
Hann lézt einíhvern tíma milli 420 og 425. Meðal þess sem hann
skrifaði er veraldarsaga, allt frá sköpun heimsins og fram á hans
daga ('um 400). Hann gengur þó framhjá guðspjallafrásögunum og
Postulasögunni. Það segist hann gera til þess að þær saki ekki við
það að þær verði styttar eða endursagðar. Hann hefir auk annars