Húnavaka - 01.05.1970, Síða 171
HÚNAVAKA
169
Þau hjón bjuggu á ýmsum bæjum á Ströndinni. Lengst af í Rétt-
arholti og voru dugandi og snyrtimennska í blóð borin. Svo mátti
ætla, að þau væru kjörin til að búa stóru búi. En það háði Jóni alla
tíð, að hann var eigi heilsuhraustur líkamlega og mátti því ætla sér
af. En alla ævi var hann vinnufús og laginn til allra verka.
I Réttarholti hafði hann kindur og kýr og stundaði sjó á bát sín-
um og var aflasæll. Skepnur hans voru fallegar, og Réttarholtstúnið
það bezta í kaupstaðnum.
Þá var Jón bókhneigður, ljóðelskur, hafði yndi af hljómlist og
glaðsinna. Hann var mjög félagslyndur og sótti mjög mannfagnaði.
Var Jón dansmaður alla ævi og mátti teljast með þeim mestu um
sína daga í Húnaþingi.
Þau hjón fluttust á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi árið 1958.
Gerðist Jón þá bæjarpóstur og batt inn bækur í tómstundum sínum.
Börn þeirra hjóna eru: Björgvin í Höfðabrekku, kvæntur Þorgerði
Guðmundsdóttur, Þorbjörn á Flankastöðum, kvæntur Guðmundu
Arnadóttur, Jens, togaraskipstjóri í Reykjavík, kvæntur Hlín Christi-
ansen.
Gisli Einarsson, sjómaður, Viðvík, Höfðakaupstað, andaðist 27.
okt. á H. A. H.
Hann var fæddur 5. ágúst 1875 í Hafursstaðákoti í Vindhælis-
hreppi.
Foreldrar: Einar Gíslason frá Köldukinn og María Guðnrunds-
dóttir, systir Guðmundar á Torfalæk og þeirra systkina.
Gísli vandist snemma við sjómennsku, enda var eins mikið sjávar-
gagn í Hafursstaðakoti og af landbúnaði. Ungur mátti hann fara,
óharðnaður, í skipsrúm með fullveðja mönnum. Gísli var ágætur
sjómaður og ódeigur, þó vildi hann eigi vera formaður, því að á
hinu leytinu var liann hlédrægur. Ungur var hann hress í hópi jafn-
aldra sinna og myndarmaður, eins og hann var svipmikill aldur-
hniginn. Hann var hraustmenni að burðum og átakamikill, er þess
þurfti við. Þá var hann glaðvær í vinahópi, en var einfari oft í dag-
fari og óhlutdeilinn um annarra hag.
Ungur kvæntist hann Guðnýju Þorvaldsdóttur, er var úr Eyja-
firði, ágætis konu. Bjuggu þau 2 ár í Hafursstaðakoti og síðan í Við-
vík í Höfðakaupstað. — Þau eignuðust þessi börn, er upp komust:
Björg, er dó fulltíða, gift Degi Halldórssyni. María, er dó ógift í