Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 21
HÚNAVAKA
19
að bóndinn á Þingeyrum sendi honum þennan fugl og þar með, að
nú geti hann barið lóminn.“ Strákur lofar því og sprettir úr spori
fram dal. Þegar hann ríður í hlað er húsbóndinn úti ásamt fleira
heimafólki. Stráksi flýtir sér af baki, leysir fuglinn og afhendir
bónda með þeim ummælum, er fyrir hann voru lögð. Vatnsdælingn-
um hnykkti við, því að hann trúði stráknum, en strákur vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið; hann skildi ekki hvað lá á bak við. —
Ymsar sögur komust á kreik þegar ég kom fyrst í héraðið. Sveitungar
mínir reyndust mér strax vel, voru vingjarnlegir í viðmóti og urðu
brátt kunningjar mínir og vinir, en sjálfsagt ihafa þeir fundið á mér
snögga bletti eins og öðrum. — Búskaparhættir breyttust og var
ýmislegt við þá að athuga. En skemmtilegust var sagan, sem sögð
var koma úr Víðidal. Var hún á þá leið, að nýja konan á Þingeyr-
um væri svo merkileg með sig, að hún þéraði alla, meira að segja
hundana.
Margir merkir staðir eru í sýslunni okkar, en merkasti staður
sýslunnar og mér hugstæðastur, þá hugsað er heim, eru Þingeyrar.
Sagt er að Þorkell Trandill hafi fyrstur manna byggt þar bæ upp
úr 1100, en eins og sagan segir, þá gengu mikil harðindi yfir ísland
og þá einkurri Norðurland nokkru eftir og um aldamótin 1100. —
Hvatti Jón biskup Ögmundsson Húnvetninga til þess að heita á
Guð og forsjónina að byggja kirkju á Þingeyrum, ef harðindunum
slotaði. — Þá trúðu menn almennt á kraftaverk og góðar bænir. Varð
mönnum oft að trú sinni, þannig fór í þetta sinn, að þegar brá til
hins betra, þá reistu Húnvetningar kirkju á Þingeyrum og þeir
gerðu betur, þeir reistu þar klaustur árið 1133. Var það fyrsta klaust-
ur á íslandi og talið merkilegasta klaustur landsins. — Klaustrið
auðgaðist brátt af jörðurn og lausafé. Ekki voru jarðir klaustursins
allar í næsta nágrenni, þær voru hingað og þangað, margar á Skaga-
strönd, Ásum, vestur á Ströndum og víðar. — Páll V. G. Kolka
læknir telur í bók sinni, Föðurtún, að klaustrið hafi átt árið 1525
rúmlega 40 byggðar jarðir og 34 óbyggðar, auk reka og annarra
hlunninda úti um allar jarðir, ef svo má segja. Þá var klaustrið að
sögn auðugt af innanstokksmunum og margir góðir gripir fylgdu
kirkjunni. En nú er þetta svo að segja allt horfið, nema blessuð
altaristaflan, eða meginhluti hennar, sem enn prýðir Þingeyrakirkju.
Gömul sögn lifir ennþá í sveitinni um altaristöfluna; að eitt sinn
hafi átt að selja hana til útlanda, en miðjan úr töflunni hafi verið