Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 68
66
HÚNAVAKA
eyrar fyrr en 1849. Það var Clausen kaupmaður í Stykkishólmi, sem
varð til þess að senda fyrsta vöruskipið til Borðeyrar, en upptökin
að því átti *Jón Jónsson sýslumaður á Melum í Hrútafirði. Clausen
kaupmaður var maður ríkur og hafði mikið umvélis. Talið var, að
hann ætti 27 skip í förum. Bið varð á, að verzlunarviðskipti hæfust
á Borðeyri. Tók þá Jón á Melum til sinna ráða. Reið hann vestur
til Stykkishólms og leitaði samninga við Olausen, en hann var tregur
til samninga og bar mest fyrir, að innsigling væri hættuleg. Bauð
sýslumaður honum 40 hundruð í jörðum að veði fyrir skipi og farmi.
Varð þetta að samningum.
Um leið og Clausen kaupmaður hóf verzlun á Borðeyri tóku
kaupmenn í Höfðakaupstað að senda þangað skip til verzlunarvið-
skipta. Rak þar að sjálfsögðu á eftir óttinn við að tapa viðskiptunum.
Komu fyrstu árin eftir að verzlun hófst á Borðeyri þangað að jafnaði
3 skip á ári. Sóttu til Borðeyrar „lestir sunnan yfir heiði og vestan
úr Dölum og allur Miðfjörður," segir í Brandsstaðaannál við árið
1851.
II.
Um aldamótin 1800 er eigandi verzlunarinnar í Höfðakaupstað
Frisch justizráð, er einnig átti verzlanir við Eyjafjörð, en 1806 eða
1807 selur hann verzlanir sínar kaupmönnunum Busch og Schram.
Þóttu þeir illir viðskiptis, oghefi ég nánar vikið að því annars staðar.
Frekari eigendaskipti verða svo á öldinni, þó að hér verði ekki rakið,
en síðasti eigandi hennar var Carl Höepfner, er einnig rak verzlun
á Blönduósi, eftir að verzlun hófst þar, og víða á Norðurlandi. Lögð-
ust selstöðuverzlanir þessar ekki niður fyrr en nokkuð eftir síðustu
aldamót.
Höfðakaupmenn voru einráðir um verzlunina til 1835, en þá
kom til sögunnar ný verzlun við hliðina á hinni, Hólanesverzlunin.
Voru fyrstu eigendur hennar verzlunarfélagarnir Hillebrandt og
Bergmann.
Litlar sagnir eru um, að lausakaupmenn hafi komið til Höfða-
kaupstaðar til verzlunarviðskipta, enda gerðu verzlunarstjórarnir
allt sem þeir gátu til að hindra viðskipti þeirra við héraðsbúa. Lausa-
kaupmenn munu þó hafa haft nokkur áhrif á verðlagið í landi,
þannig lækkaði rúgtunnan um 1844 um V2 rd., vegna komu lausa-
kaupmanna á höfnina í Höfðakaupstað.