Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 34
32
HÚNAVAKA
einnig góður járnsmiður og lagði þá iðn mikið fyrir sig. Það lætur
því að líkum, að svo fjöfhæfur smiður sem Jónas, væri fær um að
hjálpa sér sjálfur með allar viðgerðir á búsmunum. Einnig voru þeir
mjög margir, sem leituðu til hans með smíði á ýmsum hlutum og
margvíslegar viðgerðir, og vissi ég að slíku kvabbi var ævinlega tekið
með sama jafnaðargeðinu og leyst úr hvers manns vanda, bæði fljótt
og vel. Það var ekki vani Jónasar Bergmanns að draga menn á
erindislokum. Maðurinn var hreinskiptinn, bóngóður og með af-
brigðum duglegur til alilra verka og nutu sveitungar hans og ná-
grannar oft góðs af þessum eðliskostum hans. Jónas var einnig hug-
kvæmur. Ef hann vantaði verkfæri við smíðarnar, hvort sem þau
voru stór eða smá, smíðaði hann þau sjálfur. Sem dæmi má nefna
að hann smíðaði stóra og afkastamikla borvél úr gömlum tækjum
frá rjómabúinu, sem um skeið starfaði hér í Vatnsdalnum, en var
fyrir nokkru lagt niður. Þá smíðaði hann einnig vandaðan renni-
bekk og földa af smáverkfærum, svo sem hefla, sporjárn, bora og
mörg fleiri. Það virtist nærri ótrúlegt hvað Jónas gat komið miklu
í verk með búskapnum, því að það duldist engum, sem veitti því
athygli, að á engan hátt vanrækti Jónas bú sitt eða jörð, þrátt fyrir
mikinn tíma, sem fór í aflar þessar smíðar, enda mun vinnudagur
hans oft hafa verið langur.
Hver sem kom að Marðarnúpi sá, að hvarvetna blasti við gests-
auganu hirðusemi og snyrtimennska og áttu þar bæði hjónin hlut
að. Áður en vélaöldin gekk í garð, var mikið um það hér í Vatnsdal,
eins og víða annars staðar, að vörum og alls konar flutningi til heim-
ilanna væri ekið á ísasleðum að vetrinum. Góður ísasleði var því
eitt af nauðsynlegustu tækjum á hverju heimili. Jónas Bergmann
smíðaði mesta fjölda af þessum sleðum og þóttu þeir bæði traustir
og léttir í drætti, enda keyptu margir bændur þá.
Eftir að spunavélar tóku að ryðja sér til rúms, var ein slík vél
keypt hingað í dalinn. Vél þessi var, fljótlega eftir að hún kom, sett
niður á Marðarnúpi og bæði Jónas og synir hans spunnu mikið á
hana um árabil, bæði fyrir það 'heimili og önnur. Það má með
sanni segja, að á heimili Jónasar hafi verið lögð rækt við fleiri
tegundir heimilisiðnaðar en smíðar einar, því að Jónas var einnig
góður vefari og stundaði það talsvert. Kona Jónasar, Kristín Berg-
mann, var vel að sér í fatasaumi og hafði lært þá iðn. Heimili þeirra
hjóna var því vel á vegi statt, hvað alla klæðagerð snerti. Það hefur