Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 106
INGA SKARPHEÐINS, Blönduósi:
Svip ir vih Svartagil
Þegar ég vaknaði, sá ég gráan dag. Gráir veggir umluktu mig. Ég
var þungur í höfðinu eins og ég liefði sofið of lengi.
Læknar og lijúkrunarkonur komu inn. Góðan dag, sögðu þau.
Ég anzaði dauflega. Nú ferð þú á fætur í dag og gengur fram í dag-
stofuna, vinur, sagði einn læknirinn. — Hún Hrefna hjálpar þér, ef
þú ert slappur. Hvernig er höfuðið í dag? Hann strauk hendinni létt
urn hnakkann á mér. Gott, svaraði ég fýldur. Ég liafði lært, að það
þýddi ekkert annað en segja já og amen við þá.
Síðar um daginn fór ég fram í dagstofu. Þar sátu fjórir karlmenn.
Þeir voru fremur hressilegir, nema einn. Hann var sérstaklega gugg-
inn og starði út í loftið. Ég heilsaði þeirn. Þeir snéru sér að mér og
umlaði ögn í þeim. Hvað amar að þér? spurði einn. Ég fékk slæma
byltu og svo er ég hér fyrir mistök, svaraði ég gremjulega. Já, ein-
mitt, sögðu þeir í kór og litu þýðingarmiklu augnaráði hver á ann-
an. Segðu okkur frá þessu með mistökin. Það er fljótsagt frá því,
en hafið ekki orð á því samt.
Það trúir mér enginn, livorki hér eða heima.
Ég er frá Suðurfirði og keyrði bíl í bæinn, ég nreina Tangann. Ef
þið hlustið, skal ég segja ykkur frá hvernig fór fyrir mér og félögum
mínum. Viðætluðum sem sagt að verða ríkir og eignast stóra bílastöð.
Já, þar fór það. Nú skal ég byrja á sögunni.
Við vorum þrír óaðskiljanlegir vinir. Bubbi var bifvélavirki, en
við Sigurjón smiðir. Við nutum lífsins og skemmtum okkur, þar til
einn dag, að við urðum atvinnulausir. Hvað eigum við að gera,
spurðum við hver annan. Til að missa ekki kjarkinn, ákváðum við
að fara í skemmtiferð fyrir síðustu aurana okkar. Við áttum í félagi
fínan amerískan bíl, sem við yrðum líklega að selja, ef harðnaði á
dalnum. Við lögðum upp á laugardagsmorgni. Ferðinni var heitið
á Tangann. Fallegur bær með breið stræti, fagrar konur og vín. Á
miðri leið sáum við stórt, nýbyggt hús. Þar blakti fáni á stöng, sýni-