Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 173
HÚN AVAKA
171
jörð handan Laxár, þar sem allt var í eyði í dalnum. Hún var búandi
kona þar, er vildi sjá hag sínum borgið. Henni var það mikið lán, að
hún átti gott nágrenni. Fólk, er skildi hennar nauð og skapgerð, virti
tryggð hennar við dalbyggðina.
Aðalhugsun Sigríðar var að afla heyjanna og fara vel með bú-
smalann. Það var hennar lífsánægja. Á hinu leytinu var hún bók-
hneigð og minnug og kunni mikið af rímum.
Elli beygir alla, svo fór um Sigríði, og er hún brá búi (hálf sjötug)
dvaldi hún lengst af í Skrapatungu og átti þar gott ævikvöld. Var
það hjá gömlum nágrönnum frá Mýrarkoti, Petreu Jónsdóttur og
syni hennar, Sophusi Guðmundssyni.
Lanfey Jónsdóttir, Reykholti, Höfðakaupstað, andaðist 25. des-
ember á Landsspítalanum í Reykjavík.
Hún var fædd 16. júní 1897 á Skeggjastöðúm í Skagahreppi.
Voru foreldrar hennar Jón Bjarnason, formaður, og kona hans, Ólína
Sigurðardóttir, ljósmóðir, Brúarlandi, Höfðakaupstað.
Faðir Ólínu, Sigurður á Lækjarbakka Ólafsson, smiðs á Vindhæli,
er var Ólafsson frá Súluvöllunt. Móðir Ólínu var Steinunn Eyjólfs-
dóttir, dóttir Katrínar Magnúsdóttur í Steinadal í Strandasýslu, systir
Jóns Magnússonar í Broddanesi.
Þau hjón, Jón Bjarnason og Ólína Sigurðardóttir, eignuðust 14
börn. Ung hafði Ólína dvalið frá 15 til 22 ára aldri í Höfnum á
Skaga. Þá var Jrar húsíreyja Jóninna Þórey Jónsdóttir frá Espihóli í
Eyjafirði, en hún tók fyrst Laufeyju Jónsdóttur, er hún var fárra
vikna gömul.
Hafnarheimilið bar mjög af um húsakost, og Jrar stjórnaði vel
menntuð húsfreyja, er lét sér annt um menntun unglinga og alla sið-
fágun í framgöngu, og kenndi stúlkum saumaskap og húshald. Var
Laufeyju Jretta góð stoð, enda talaði hún ávallt með mikilli virðingu
og hlýleik um fóstru sína.
Laufey Jónsdóttir fór 17 ára til Stykkishólms og dvaldi þar í 7 ár
á lieimili Páls Vídalíns sýslumanns frá Geitaskarði, er kvæntur var
Margréti Árnadóttur frá Höfnum. Var þar og móðir hennar, fóstra
Laufeyjar, Jóninna frá Höfnum.
Tvö sumur var Laufey kaupakona hjá Sr. Lúðvík Knudsen á
Breiðabólstað í Vesturhópi, er var kvæntur Sigurlaugu Árnadóttur
frá Höfnum. Laufey giftist 14. maí 1921 Hafsteini Sigurbjarnar-