Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 11
HÚNAVAKA
9
svo sem að Ásgeir hafi keypt þær frá Þýzkalandi. Þær voru báðar
eldri en kirkjan, sem hann reisti. En heimildir skortir um það,
hvort stærri klukkan hefur verið keypt til kirkjunnar af Bjarna
Halldórssyni eða verið enn eldri, frá dögum Gottrúps lögmanns.
Úr því getur lýsing Þingeyraklausturs eftir síra Ólaf Gíslason ekki
skorið (sbr. Arsrit Fræðafélagsins í Kaupmannahöfn I). En sam-
kvæmt því, sem sagt er í grein Þórhalls biskups, verður ekki eignað
Sturlu Jónssyni, að hann hafi keypt stærri klukkuna, sem nú er í
kirkjunni, fyrir sitt fé.
IL
Samkvæmt áletrun þeirri, sem tilfærð var að framan, ánafnaði
Guðbrandur Vigfússon Þingeyrakirkju nokkuð af bókum með erfða-
skrá, sem hann gerði 21. janúar 1889, tíu dögum fyrir andlát sitt.
Ásgeir Einarsson var þá látinn fyrir þremur árum. En Guðbrandur
hefur talið, að eðlilegast væri að sýna minningu hans ræktarsemi
með gjöf til kirkjunnar, sem var mesta rausnarverk hans. Engar
heimildir, sem eg hef séð um Guðbrand, minnast á hjálp Ásgeirs.
En ártalið segir til um það, að hún hefur verið veitt árið sem Guð-
brandur fór utan til háskólanáms, því að hann lauk einmitt stúdents-
prófi 1849. Þessi styrkur, hver sem upphæðin hefur verið, hefur
ef til vill gert herzlumuninn um það, hvort Guðbrandur réðst í
siglingu eða gerðist prestur heima á íslandi, og því ráðið miklu um
örlög hans. Guðbrandur var langminnugur, jafnt á velgjörðir sem
mótgjörðir. Minningin um liðveizlu Ásgeirs hefur verið honum rík
í huga síðustu ævidagana.
Árið 1849 stóð Ásgeir Einarsson á fertugu og hafði búið tíu ár
í Kollafjarðarnesi. Þótt margt sé um hann vitað og allt honum til
sóma, er það vel þess virði, að hjálp hans til handa Guðbrandi Vig-
fússyni falli ekki í gleymsku. í rækilegri ævisögu Guðbrands eftir
dr. Jón Þorkelsson (í Andvara 1894), er Ásgeir ekki nefndur, hvorki
sem styrktarmaður Guðbrands né meðal helztu vina hans á íslandi.
Hins vegar er sagt frá því í hinni gagnmerku bók Lúðvíks Kristjáns-
sonar, Vestlendingum (II, 163 og 169), að bréfasamband hafi hald-
izt milli þeirra Ásgeirs og Guðbrands, og af bréfi til Jóns Sigurðsson-
ar megi enn fremur ráða, hversu mikils Guðbrandur mat Ásgeir.
Guðbrandur arfleiddi Christ Church í Oxford að mestöllum