Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 80
78
HÚNAVAKA
Trausti Einarsson prófessor og Guðmundur Arnlaugsson mennta-
skólakennari önnuðust útgáfuna 1957.
Prófessorarnir Trausti Einarsson og Leifur Ásgeirsson annast hana
1958-1963.
Trausti Einarsson prófessor og Dr. Þorsteinn Sæmundsson sjá um
hana 1964—1969.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson annast hana 1970.
IV.
Jón Sigurðsson forseti skrifar m. a.:
„Niðurskipting ársins eftir hinu forna íslenzka tímatali verður
áreiðanlega miðuð við þann tíma, þegar Þorsteinn surtur fékk lög-
tekinn sumarauka. Þorsteinn bjó í Þórsnesi, nálægt Helgafelli, svo
sem kunnugt er, en hann var sonur Hallsteins af Hallsteinsnesi við
Þorskafjörð. Sumaraukinn var lögtekinn um árin 955—959. Þar var,
eins og sjá má við hið íslenzka tímatal í almanakinu, árinu skipt
í 12 mánuði og hefir hver 30 daga. En þá vantar 4 daga upp á 52
vikur og er þeim skotið inn um miðsumar. En árið verður samt of
stutt, og það var sú endurbót, sem Þorsteinn surtur fékk komið á
og í lög leitt, að bætt var enn inn viku á nokkurra ára bili, og er
það kallað sumarauki. Það var fyrirskipað, til að halda við réttu
tímatali, að hver sá goði, sem þinghelgi átti í hverju héraði, skyldi
árlega segja upp á leiðarþingum öll nýmæli, sem þá höfðu verið
lögtekin á alþingi, og þar með misseristal (þ. e. sumarauka og vetrar-
komu) og imbrudagahald og langaföstu ígang, svo ef hlaupár er, eða
ef við sumar er lagt (þ. e. ef sumarauki verður), og svo ef menn skulu
fyrr koma á alþing en 10 vikur eru af sumri (þingskapaþáttur í Grá-
gás, kap. 61). Með þessu var séð fyrir því, að tímatalið ei raskaðist,
og þessari reglu fylgja almanökin, svo að þar er jafnvel fært til hins
upphaflega einstök atriði, sem raskazt höfðu, svo sem að láta vetrar-
komu vera á föstudegi, í stað laugardags, o. s. frv. Þó er auðsætt,
að lagagreinin í Grágás, sem skipar fyrir að segja fyrir árlega um
föstuinnganga, og um imbrudagahald, hlýtur að vera yngra en svo,
að hún sé frá miðri 10. öld, eða hér um bil 960. Líklegra er, að hún
sé meira en 100 árum yngri, svo sem frá fyrri hluta 12. aldar.
í hinu rómverska eða eiginlega að segja katólska tímatali, sem