Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 149
HÍfN AVAKA
147
Er kemur nokkuð upp fyrir Tröllafoss, eru með ánni miklir urðar-
liólar, sérstaklega að sunnanverðu. F.r þar grenjalegt mjög. Tveir
þessara hóla eru nafnkenndir vegna þess, að þeir eru kallaðir Kerl-
ingar, þ. e. beinakerlingar, og skipta gangnamenn þar göngum. Hefur
Enghlíðingum verið það óátalið að hafa not annarrar Kerlingarinn-
ar, þótt hún sé í landi Skagfirðinga. Mun sú hefð hafa skapazt af því
að vegurinn (eða vegleysið) var mögulegri þeim megin árinnar.
Er urðarhólunum sleppir, hækkar landið enn mikið og er all bratt
upp undir snarbrattar grjótskriður er liggja upp í Tröllabotna-
botninum, sem nær upp að Þröskuldi milli þeirra og Vesturáar-
skarðs á Laxárdal. Er sú leið farin nú á seinni árum (eftir að kofinn
í Rauðagilshólum var aflagður) á leið í göngurnar. Þó verður hún
ekki farin ef veður eða snjór hamlar. Er leið þessi varasöm vegna
urðargrjóts og hjarnfanna, sem ekki fara nema í heitari sumrum.
Er bröttustu skriðurnar í botninum enda, tekur við þar fyrir neð-
an mikið melhólasvæði, þvert yfir botninn að norðanverðu ofan frá
fjalli og niður að á. Heitir Kambur þar sem hólarnir skaga fast að
ánni. Kallast hólar þessir Tröllabotnahólar og eru mjög leitóttir. Efst
í þeim Hggur, langs með fram háfjallinu (Klökkunum), all langt
dalverpi með snarbrattri hlíðinni, er veit að fjallinu. Heitir þar
Hóladalur. Má Iiann heita gróðurlaus. Annars er nokkur háfjalla-
gróður í hólunum. Norðaustan við Hóladalinn ganga tvær stórar
hamraskálar inn í brúnir Tröllakistu, vestar Efribotn og síðar Stóri-
botn, sem áður var nefndur. Nokkur hagi er í skálum þessum.
Svæðið neðan við skálarnar frá Stóralæk upp með Tröllá upp að
hólum heitir Grasahlíð. Eru votlendar breiðar neðan til, en ofar
móaland með fjallagrösum og öðrum kjarnagróðri. Hátt í Trölla-
botnunum eru töluverðar hrafntinnuflesjur, og talið hefur verið, að
smíðakol hafi Gunnar í Skálarhnjúk tekið til sinna þarfa þar upp í
Botnunum.
II. ILLUGASTAÐAPARTUR.
Landspildu þessa eignast Engihlíðarhreppur með afsalsbréfi, út-
gefnu af eiganda Ulugastaða í Skefilsstaðahreppi, Lúðvíg R. Kemp, þ.
22. okt. 1921. Er landstykki þetta allt land Illugastaða, norðan frá
Engjalæk og fram að Ambáttará og vestan frá sýslumörkum, þ. e. frá
merkjum afréttarlands Vindhælishrepps (Hvammshlíðarlands).