Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 37
HÚNAVAKA
35
unum, sem á þeim bjuggu og keypti Jónas þá Marðarnúp. Vorið
1930 seldi hann jörðina og bú sitt og flutti sig alfarinn úr Áshreppi
að Stóru-Giljá á Ásum. Ástæðan til þessara breytinga á högum
Jónasar mun hafa verið sú, að kona hans var þá orðin mjög heilsu-
biluð og hafði tekið þann sjú'kdóm, sem þjáði hana unz yfir lauk.
Þó Jónas Bergmann væri frá fyrstu gerð hraustur og þrekmikill,
mun hann þó á þessum árum hafa verið farinn að kenna lúa, þó
að kjafkur hans og vinnuelja væri að mestu óbiluð.
Á Stóru-Giljá var heimilisrafstöð og nóg afl tiltækt til smáiðnaðar
og gerði Jónas sér fulla grein fyrir því, að þar gæti hann komið sér
upp litlu smíðaverkstæði með nýtízku vinnuvélum, sem gætu létt
undir með mannShöndinni. Það leið heldur ekki langur tími, þar
til hann keypti sér fullkomnar trésmíðavélar og setti þær þar niður.
Vélar þessar voru þær fyrstu sinnar tegundar, sem keyptar voru
hingað í sýsluna. Með tilkomu þessara véla hefur gamall draumur
Jónasar rætzt og það man sá, er þetta skrifar, að mikil var ánægja
þessa roskna heiðursmanns yfir að hafa komið þessu í framkvæmd.
Eg held að þar hafi aðallega þrennt komið til: í fyrsta lagi áhugi
Jónasar á afkastagetu við smíðar. í öðru lagi meðfædd hvöt til að
leysa úr þörfum meðbræðra sinnar. Og f þriðja lagi hefur Jónas
séð að vélarnar gátu létt honum vinnuna, sem þá var orðin full
þörf á. Hagnaðarvonin var aldrei aðalatriði hjá Jónasi Bergmann.
Eins og áður segir fluttu þau hjónin, Jónas og Kristín, frá Marðar-
núpi vorið 1930. Það sama vor tók Jónas að sér að byggja íbúðar-
húsið á Helgavatni, sem síðar varð heimili yngri dóttur hans. Þó
að Jónas hefði flutt heimili sitt úr Áshreppi átti hann eftir að koma
þar nökkuð við sögu. Vorið 1931 byggði hann íbúðarhús á Marðar-
núpi fyrir þáverandi eiganda jarðarinnar, og vorið 1935 tók hann
að sér að byggja nýja skilarétt á Undirfellseyrum, fyrir Upprekstrar-
félag Ás- og Sveinsstaðahreppa. Rétt þessa byggði Jónas að öllu
leyti og var almenningurinn hringlaga úr steinsteypu, en ytri hring-
urinn allur úr timbri. í ytri hringnum voru 23 dilkar til afnota
fyrir dilksfélögin. Við þessa byggingu kom fram, eins og oft áður,
hagsýni Jónasar og dugnaður, því að verki þessu skilaði hann frá-
gengnu í tæka tíð, svo að hægt var að nota réttina þá um haustið.
Tæplega munu nútimamenn geta áttað sig á því að slíkt mann-
virki, sem þessi rétt var þá, skyldi komast upp fyrir rétt um 6000
krónur og er þar með talinn kostnaður við uppsetningu safngirð-