Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 69
HÚNAVAKA
67
III.
Venjulegast voru ekki farnar nema tvær kaupstaðarferðir á ári,
önnur á sumri, en hin að hausti. Hvenær verzlunarferðir þessar voru
farnar fór að sjálfsögðu eftir því hvenær kaupskipin komu, en það
gat verið nokkuð misjafnt, sérstaklega ef hafís lá fyrir landi. Fyrri
ferðin var að jafnaði farin eftir fráfærur, eða úr tíundu viku sumars,
en sú síðari um mánaðamótin september og október.
Söluvörur bændanna voru: ull, tólg og prjónles. Smjör var auð-
vitað framleitt mikið meira en búin þurftu að nota, þar sem alls
staðar var fært frá, en smjörið var notað til innanlandsviðskipta, í
greiðslur til kaupafólks og til fiskkaupa.
Á þessum tímum var meginhluta af þörfum búanna aflað
heima. Verzlunarviðskiptin voru því bæði fábrotin og lítil. Af-
urðir búanna voru ekki nema að litlu leyti fluttar í burtu. Kjötið
og mjólkin var aðaluppistaðan í fæðu fólksins, auk fjallagrasanna
og fisksins, en kornvöruneyzlan var mjög óveruleg. Töluverður hluti
ullarinnar var unninn til fata, því að föt öll, bæði karla og kvenna,
voru nær eingöngu unnin heima, jafnt nærklæðnaður sem ytri
fatnaður. Allir skór á heimilisfólkið voru gerðir úr skinnum hús-
dýranna, svo og hlífðarföt (skinnstakkar og skinnsokkar) og sjóklæði.
Fjallagrösin voru ómissandi nytjajurt í kornlausu landi, og harð-
fiskurinn var mikill liður í fæði bændafólksins, en hvort tveggja
þessara innlendu fæðutegunda var aflað af heimilisfólkinu sjálfu.
'Til grasa var oft farið langleiðis fram um fjöll og firnindi og legið
við í fleiri daga. Fóru til þeirra starfa konur eigi síður en karlar,
nema frekar væri. Hlakkaði unga fólkið oft mikið til þeirrar farar,
enda kom það eigi ósjaldan fyrir, að kynningin á fjöllum uppi yrði
upphaf lengri samvista.
Meiri hluti þess fiskjar, sem bændur lögðu til búa sinna var aflað
af heimamönnum. Allir karlar, sem að heiman komust, voru við
sjóróðra á vetrum, og var það meira að segja ekki ótítt, að konur
önnuðust fjárgæzlu að einhverju leyti.
Fram undir aldamótin 1800 sóttu Húnvetningar sjóróðra almennt
vestur á Snæfellsnes (undir Jökul). Upp úr þeim aldamótum beinist
straumur vermannanna til verstöðvanna við sunnanverðan Faxaflóa.
Jafnhliða suðurferðum stunduðu Húnvetningar sjósókn hér nyrðra.
Kunnasta verstöðin austan við Húnaflóa var við Hafnir á Skaga
(Hafnabúðir). Lærðu þar margir Húnvetningar sjóverk.