Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 138
136
HÚNAVAKA
6 eftir. Hann spyr hvort ég hafi vísa kaupendur að þeim. Ég kvað
það ekki vera. Þá segir hann: „Það er bezt, að ég kaupi þá alla af
þér. í fyrstu var ég á báðum áttum, því að mér fannst maðurinn dá-
lítið skrýtinn í framkomu. Þó fór ég að spyrja hann um greiðslu-
möguleika. Hann kvaðst enga peninga liafa með sér, en á Akureyri
eigi hann peninga, svo að hann gæti borgað um helming, ef hann
kæmist þangað. Ég sagði þá Stefáni, að hann skyldi koma með mér
til Akureyrar. Þar gætum við gengið frá Jressari verzlun. Eftir nokkr-
ar vangaveltur, og að fengnu leyfi bóndans á Hálsi, kom hann með
mér Jrangað. Þar gengunr við frá öllu, og lánaði ég honum helming
verðsins til hausts.
Sumarið og haustið leið og ekkert lieyrði ég frá karli, en þá fór ég
að reyna að fá samband við hann. Fyrst vissi enginn livar hann var
niður kominn. Loks fékk ég skeyti, að nú væri Stefán á Akureyri,
og lét ég kalla hann í síma til viðtals. Hann bar sig illa, segir, að salan
hafi gengið treglega og vill fá afslátt af verðinu. Ég spyr, hvort hest-
arnir hafi reynzt eitthvað öðruvísi en ég hafi sagt þá. Ekki sagði hann
það hafa verið, en enginn hali viljað kaupa af sér rauða folann, sem
var í hópnum. Hann hafi Jxitt svo lítill. Þessi rauði foli var aðeins
4 vetra, en svo þægur og Ijúfur, að það mátti segja, að hann væri
orðinn altaminn, bæði til reiðar og dráttar. — Vegna Jress livað
hann var lítill, hafði ég ekki verðlagt hann nema tæplega helming
á við hina hestana. Sannast að segja fannst mér það vera hálf bros-
legt, ef það yrði eina ágreiningsefnið milli okkar Stefáns. Sagði ég
honum, að ekki skyldum við eyða tíma í að þrátta um Litla-Rauð,
ég skyldi slá af honum 300 krónum, ef hann sendi allt hitt strax næsta
dag. Að þessu gekk Stefán og peningarnir komu.
Ég læt þetta svo nægja sem smá spegilmynd af Jressum söluferðum.
Þær voru margar töluvert erfiðar, sérstaklega á haustin. Margt gat
komið fyrir, en of langt mál yrði að segja frá því öllu. Raunveruleg-
ur kostnaður við hrossabraskið var gífurlegur, bæði við tamningu,
fóðurkostnað og alls konar fyrirhöfn, en kom betur við af því, að
það var allt framkvæmt á heimilinu. Ég held, að hefði ég ekki snúið
mér að hestasöluþættinum, hefði orðið þungur róðurinn með allar
þær framkvæmdir, sem ég gerði á Njálsstöðum. Svo var það annar
þáttur, sem ég liafði beðið eftir með óþreyju. Það var mjólkursalan,
sem varð hin mesta lyftistöng fyrir bændastéttina, þegar hún kom til
sögunnar.