Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 76
74
HÚNAVAKA
nema einu sinni í kaupstaðinn að vetrinum, nokkru fyrir jól. Það
var því ekki auðhlaupið eftir öðru almanaki. Nú var fengið heilt
almanak á næsta bæ og ég tók til við skriftirnar! Ég man enn, hversu
erfitt mér veittist að skrifa þessi erlendu heiti. Ég mátti alls ekki
sleppa neinu. Ekki man ég, hvaða ár þetta var, en ekki mun langt
frá hálfri öld síðan. í tilefni þess o. fl., hefi ég reynt að festa á blöð
ýmsar upplýsingar, sem ég hefi aflað mér á síðustu árum í sambandi
við sumt af innihaldi þessa litla, fallega, handhæga kvers, sem við
í daglegu tali köllum almanak. Verður nú birt ýmislegt af því efni.
II.
Ekki vita menn með neinni vissu um uppruna orðsins almanaks.
Hafa margar líklegar tilgátur komið fram um það, og skal hér getið
nokkurra þeirra:
L Að það muni vera úr máli koptisku kirkjunnar í Egyptalandi.
Þar finnst orðið „al menichiaká“, sem þýðir nánast dagatal.
2. Að það sé komið frá Bretagne og dregið af því, að munkar
þar hafi tekið upp á þvf á 3. öld eftir Krist, að búa til bækling um
gang sólar og tungls á árinu og senda út í afskriftum. Hafi þessi
bæklingur verið kenndur við höfundinn og kallaður „spádómur
munksins", sem er „al manach“ á því máli.
3. Að orðið sédregið af arabískunni „al manan“, sem þýðir „tala“
eða „reikningur“.
4. Þá hefir sú skoðun komið fram, að það sé persneskt orð „elme-
nak“, sem þýðir nýársgjöf, því að stjörnufræðingar í Persíu hafi ver-
ið vanir að gefa konungi sínum dagatal (almanak) í nýársgjöf á
hverju ári. -
Með orðinu almanak eigum við alltaf við kver, sem hefir inni
að halda upplýsingar um dagatal ársins, skiptingu þess í mánuði,
vikur og einstaka daga, gang himintungla, sjávarföll o. fl., eins og
minnzt var lítillega á hér að framan.
Ekki vita menn, hvenær var fyrst farið að semja almanak. Sumir
telja, að elztu þekktu almanökin séu frá Assýríu. Þau eru í töflu-
fiormi, þar sem sagt er frá árstíðum og himinhnöttum. En egypzku
almanökin voru þó miklu fullkomnari. Hafa margir viljað telja þau
hin eiginlegu fyrstu almanök. Það elzta þeirra er frá því um 1200
f. Kr., ritað á papírus.