Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 13
HÚNAVAKA
11
það er von mín og trú, að Húnvetningar eigi eftir að sjá sóma sinn
í því að endurreisa staðinn, eftir því sem auðið er, svo að hæfi í senn
fornri frægð og þeirri kirkju, sem Ásgeir Einarsson reisti þar. Hún
er til þess fallin að vera höfuðkirkja héraðsins, sem enn þá er eitt
prófastsdæmi og lögsagnarumdæmi, þótt því hafi illu heilli verið
skipt í tvö sýsluíélög.
Hálfbróðir minn, Jón Eyþórsson, var fæddur að Þingeyrum 27.
janúar 1895. Hann var (samkvæmt eigin ráðstöfun) jarðsettur þar
16. marz 1968. Jón hefur meðal annars með hinum ágætu lýsingum
Húnavatnssýslu (í Árbókum Ferðafélagsins 1958 og 1964) goldið
fæðingarhéraði sínu mikil fósturlaun. En sérstaklega voru honum
Þingeyrar jafnan hugfólginn staður. Þótt eg treysti mér ekki vegna
tvísýns veðurs og erfiðrar færðar að fylgja honum til grafar, langaði
mig til þess að gera eitthvað til minningar um greftrun hans á Þing-
eyrum, þótt í litlu væri. Kom mér þá til hugar bókasafnið, sem
hann nefnir í lýsingu Þingeyra, eins og áður var getið. Eg þóttist
vita hóti meira um það en alkunnugt er, en bjóst við, að það væri
nú að mestu fallið sóknarmönnum úr minni. Hvorki er nú unnt
að safna því saman né mundi það enn verða mikils virði á þessum
stað. Bókmiðinn er líka nægilegt vitni um það, sem mestu skiptir:
hjálp Ásgeirs og þakklátssemi Guðbrands. Ef fólk veit um þetta, verð-
ur nafn Guðbrands á kirkjuklukkunni ekki heldur slík ráðgáta sem
það annars hlýtur að vera. Fyrir góðvild landsbókavarðar, dr. Finn-
boga Guðmundssonar, hef eg fengið mér afhenta til ráðstöfunar
eina af bókum þeim, sem Guðbrandur Vigfússon gaf Þingeyrakirkju.
Hún er ekki fyrirferðarmeiri en svo, að auðvelt ætti að vera að finna
henni tryggilegan geymslustað í kirkjunni. Þessi bók er Historia
ecclesiastica genlis Anglorum, þ. e. Kirkjusaga Englaþjóðar, og höf-
undur hennar Beda venerabilis (672—735), sem nefndur er ,Beda
prestur heilagur' í formála Landnámabókar. Þetta er eitt af frægustu
söguritum miðalda. Ekki er ósennilegt, að þessi kirkjusaga hafi verið
til í Þingeyraklaustri eða að minnsta kosti kunn slíkum lærdóms-
mönnum sem þeim Karli ábóta Jónssyni, Oddi Snorrasyni og Gunn-
laugi Leifssyni.
Skrifað í Reykjavík 1. október 1968.