Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 113
HÚNAVAKA
111
Gestrisin voru þau með afbrigðum, enda var þá sú öld, að allt
stórmenni, sem ferðaðist um landið leitaði á slík heimili sem þetta
til gistingar. En hinir fátæku og smáu leituðu líka að Höskulds-
stöðum, og það var einnig tekið á móti þeim með sama hlýja við-
mótinu. Bæði voru þau hjón fróðleiksleitandi og hvöttu ungmenni
til mennta. Páll sonur þeirra varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík; sigldi síðan til háskólans í Kaupmannahöfn, en lauk þar
ekki embættisprófi.
Sigurjón Jóhannsson, fósturson sinn, settu þau til mennta í
Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk hann þar gagnfræðaprófi.
Heimilskennara tóku þau heim til sín hvað eftir annað til að
kenna dóttur sinni Elínu, og fósturdóttur, Margréti Jónsdóttur,
munnleg fræði og hannyrðir. Börn og unglingar dvöldu á Höskulds-
stöðum lengri og skemmri tíma og náðu þar nokkrum þroska. Það
er því mikið starf og fagurt, sem þessi hjón unnu að og sýnir höfð-
ingslund þeirra og göfugmennsku.
Eins og fyrr segir kvongaðist sr. Jón Margréti konu sinni 30. apr.
1893 og það sama ár hófu þau búskap á prestssetrinu Höskuldsstöð-
um (um vorið) og bjuggu þar æ síðan, eða þar til sr. Jón andaðist í
sept. 1931. Nokkru síðar fluttist frú Margrét með dóttur sinni, Elínu,
út í Höfðakaupstað, byggði sér þar lítið hús og dvaldi þar til æviloka
1947.
Fyrstu prestsskaparár sr. Jóns þjónaði hann Höskuldsstöðum og
Holtastöðum, en 1903 varð sú breyting gerð á kirkjuskipan, að Hofs-
prestakall var lagt niður og Hofs- og Spákonufellssóknir lagðar undir
Höskuldsstaðaprestakall. Holtastaðir voru lagðir undir Bergsstaða-
prestakall og þjónaði sr. Jón þá í Höskuldsstaðaprestakalli, sem hann
gerði til æviloka.
Eg ætla ekki að rekja æviferil þeirra hjóna frekar, en minnast
þeirra sem nágranna okkar, vina foreldra minna og prestsins okkar
allra frá fæðingu til fullorðins ára, flestra okkar. Hann skírði okkur
flest öll; hann fermdi okkur öll og gifti mörg okkar, m. a. mig, sem
þetta rita. Fyrir þetta allt, og þó ekki sízt vináttu þeirra við foreldra
mína, minnist ég þeirra ætíð með þakklæti og lotningu. Sr. Jón og
frú Margrét lifðu á þeirri öld, sem var gerólík því, sem nú er. Öld
rafmagnsins hófst ekki fyrr en sr. Jón var allur. Öld vélanna þekkt-
ist ekki í þeirri mynd, er síðar varð.
Farartækin voru eingöngu „þarfasti þjónninn", og baráttan við