Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 167
HÚNAVAKA
165
Valdemarsdóttir, er lengi var yfirhjúkrunarkona á Sólheimum í
Rvík og Jón Valdemarsson, kennari í mörg ár við Miðbæjarskólann
í Rvík. Ein systir Steinunnar er enn á lífi, Sigríður, sem um árabil
hefur verið sjúklingur á Elliheimilinu Grund.
Meðan Steinunn var í bernsku flutti hún með fósturforeldrum
sínum að Hvoli í Saurbæ og dvaldi þar til fullorðinsára, eða þar til
hún giftist 19. júlí 1918. Steinunn minntist oft fóstru sinnar og
unni henni mjög. Hún taldi það mikið lán, úr því þurfti að yfirgefa
foreldrana, að lenda hjá svo góðu fólki. Ragnheiður fóstra hennar
missti Indriða mann sinn, en giftist aftur Valdemar Guðmundssyni,
og bjuggu þau hjón í mörg ár að Hvoli. Hún lét þess oft getið, hve
þakklát hún var fóstru sinni fyrir, að hún fékk að vera heima, en var
ekki lánuð í vinnumennsku, strax og henni óx fiskur um hrygg. En
sjálfsagt hefur hún þurft að taka til höndunum heima á Hvoli, enda
var henni sýnt um öll verk. Á þeim árum þurftu allir að vinna
hörðum höndum, þá þýddi ekki að mögla né gera kröfur, þrotlaus
vinna og hörð barátta fyrir tilverunni blasti þá við æskufólki. Vafa-
laust hefur glaðlyndi Steinunnar og hjartahlýja bjargað henni yfir
ýmsar torfærur æskuáranna.
Maður Steinunnar, Þórarinn Jónsson kom að Hvoli sem kaupa-
maður og þar kynntust þau. Hann var Húnvetningur af Hjallalands-
ætt. Sigríður, móðir hans, var dóttir Þorleifs yngra Þorleifssonar á
Hjallalandi og Helgu Þórarinsdóttur, sem þekkt er undir nafninu
Hjallalands-Helga. Fór mikið orð af hagmælsku hennar og hefur sú
gáfa víða komið fram í ætt hennar. Mikill aldursmunur var á þeim
hjónum; var Þórarinn 25 árum eldri en Steinunn, eftir því sem mér
er sagt. Fyrstu hjúskaparárin eru þau í húsmennsku á nokkrum bæj-
um þar vestra, svo sem Hvammi og Hvítadal, en þá leitar hugurinn
norður til átthaga Þórarins. Þau flytja norður í Vesturhóp vorið 1923,
eru fyrst á Sigríðarstöðum og svo á Kistu í sömu sveit. Þá fara þau í
Hindisvík á Vatnsnesi, þar átti Þórarinn til frænda að telja. Nor-
landsbræður í Hindisvík voru af Hjallalandsætt. Kristín amma
þeirra var systir Sigríðar, móður Þórarins. En þeim er ekki til setu
boðið á Vatnsnesinu. Vorið 1925 flytja þau að Holti í Ásum, svo að
Hnjúkum í sömu sveit, en þegar þau flytja svo að Beinakeldu, virðast
þau loks hafa fengið fastan samastað. Alltaf eru þau í húsmennsku.
Þórarinn fór oft til sjóróðra á vetrum og var þá Steinunn ein heima
að vinna fyrir búinu. Eftir að Steinunn kom að Beinakeldu kynnt-