Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 174
172
HÚNAVAKA
syni frá Vigdísarstöðum í Línakradal. Hófu þau búskap á eigin jörð
hans, Bergsstöðum í Miðfirði, en fluttu síðan að Háagerði á Skaga-
strönd 1928 til 1938, er þau fluttu að Finnsstöðum. Þau hjón eign-
uðust 7 dætur, sem allar eru myndar húsfreyjur:
Jóninna Þórey, gift Ólafi Guðlaugssyni, Sævarlandi, Höfðakaup-
stað.
Ragnheiður Birna, gift Jósef Stefánssyni, Reykholti.
Ingibjörg Fríða, gift Karli Berndsen, vélsmið.
Guðný Aðalbjörg, gift Herði Ragnarssyni, bifreiðarstjóra. — Eru
þær allar búsettar í Höfðakaupstað.
Pálína Margrét, gift Þórði Kristjánssyni, verzlunann. í Reykjavík.
Aslaug Aðalheiður, gift Kristni Daníelssyni, járnsmið, Hafnarfirði.
Ólína Gyða, gift Lúðvík Jónssyni, bónda, Molastöðum, Austur-
Fljótum.
Þó þau hjón væru bæði ráðdeildarsöm og dugleg, máttu þau leggja
hart að sér að framfleyta barnahóp sínum. En þeim blessaðist þetta
vonum framar. En er skipti til betri hagi manna, byggðu þau Bergs-
staði í Höfðakaupstað og hófu þar mikla ræktun. En er alda nýsköp-
unar hófst, voru þau með þeim fyrstu, er reistu á góðum stað í Höfða-
kaupstað stórt hús, er þau nefndu Reykholt. Breyttist þá mjög hagur
þeirra hjóna, er þau hófu þar búskap, verzlun og fæðissölu.
Á heimili þeirra dvaldi einnig gamalt fólk og lasburða.
Laufey var sem fyrr hin mikla húsmóðir. Hún átti þá sömu fyrir-
mennsku og virðuleik í framgöngu, hvort sem hún var í lágreista
bænum á Finnsstöðum eða hinu stóra húsi Reykholti.
Laufey var óvenju dugleg og liagsýn kona til verka, og vildi öllum
gott gera án þess að halda tölur um slíka hluti. Hún átti þá lund-
hæfni til að b'era, að allir, sem dvöldu þar, fundu sig þar heima, án
þess þó að gera sig þar heimakomna. Allt var í föstum skorðum og fólk
fann, að það hlaut góða aðbúð. Á hennar heimili dvaldi alla tíð fólk,
sem var henni vandalaust, ellihrumt og örvasa, en leið vel. Og börn
hennar voru það vel vanin, að þau fylgdu dæmi móður sinnar um
hlýleik og virðingu við slíkt fólk. Dagsverk Laufeyjar Jónsdóttur var
orðið langt og strangt, og sýnir oss, að kjarni í hennar ættarmeið
og gott uppeldi og skólun, var henni mikil stoð í lífinu, samfara
mikilli geðróeða jafnlyndi, er grundvallast á festu í hugsun og áhuga
á að vinna verk sín sem bezt.