Húnavaka - 01.05.1978, Page 9
Árið 1961 þegar þetta rit Húnavaka hóf göngu sína var það hug-
myndin að það kœmi út einu sinni á ári á vegurn Ungmennasam-
bands Austur-Húnvetninga. Nú hefur þessi hugmynd orðið að veru-
leika í 18 ár. Þegar horft er um öxl til þessara 18 ára verður efst i
huga þakklæti til allra þeirra, sem hafa lagt ritinu efni eða greitt
götu þess á annan hátt. Til margra hefur verið leitað og tiðast hafa
undirtektir verið góðar og ýmsir lagt drjúgan skerf af mörkum til
þess að stuðla að fjölbreyttara efnisvali. Samstarf ritnefndarmanna,
ritstjóra og útgefenda hefur verið með slíkum ágeetum að ekki getur
orðið á betra kosið.
Þegar litið er á 17 fyrstu árganga Húnavöku kemur i ijós að i þeim
hefur birst efni eftir 221 höfund — 175 karla og 46 konur. Kennir
þar margra grasa um efnisval. Þar eru þó fremst i flokki greinar um
ýmiss konar efni, sem tengt er þjóðlegum frœðum eða málefnum
héraðsins, en þœr eru 155 talsins. Þá eru töluvert yfir 100 Ijóð, 36
smásögur, 33 viðtöl, 29 ferðasögur, 18 rœður er haldnar hafa verið
við ýmiss tœkifæri, 8 dýrasögur auk f jölda mynda og ýmislegs annars
efiiis. Af því má nefna 35 minningargreinar og stutt œviágriþ allra
sem látist hafa i héraðinu á ári hverju, en sá háttur var tekinn upp
árið 1966. Fréttir og fróðleikur frá liðnu ári hafa ávallt nú siðari ár
skipað stóran sess i myndum og máli í ritinu.
Á þessu má sjá að Ungmennasambandið hefur með útgáfu Húna-
vöku lagt töluvert af mörkum til þess að varðveita fornan og nýjan
fróðleik, sem annars kynni að hafa orðið gleymskunni að bráð.
Utgáfukostnaður hefur hœkkað mjög ört siðustu árin, en sala rits-
ins hefur aukist og afkoma þess farið batnandi, því að vinna við það
er sjálfboðavinna og engin ritlcun greidd. Margir af fyrstu árgöng-
unum eru uppseldir.