Húnavaka - 01.05.1978, Page 11
GUÐMUNDUR JONSSON fyrrv. skólastjóri:
Páttur Húnuetninga i upphafi
húnaharfrœbslu
Það er kunnugt, að fyrsta hreppabúnaðarfélag á íslandi var stofn-
að í Austur-Húnavatnssýslu árið 1842. Það var Búnaðarfélag Ból-
staðarhlíðar- og Svínavatnshrepps, en því var skipt í tvö félög 1858.
Félag þetta stofnaði lestrarfélag 1846 og gaf það út ritið Húnvetning
árið 1857, en það fjallar mest um landbúnað.
Árið 1864 var stofnað Búnaðarfélag Húnavatnssýslu, er starfaði til
1870, og lét mjög til sín taka, styrkti ræktun og húsabætur, keypti
búnaðaráhöld handa bændum og veitti Torfa Bjarnasyni stvrk til
búnaðarnáms erlendis, en hann stofnaði síðar fyrsta búnaðarskóla
hér á landi.
Torfi Bjarnason var fæddur á Skarði á Skarðsströnd 28. ágúst 1838,
og var hann af góðum bændaættum kominn. Hann var á Þingeyrum
1863—1865 hjá frænda sínum, Ásgeiri alþingismanni Einarssyni, og
kynntist þar félagsmálastörfum Húnvetninga. Hann þótti áhuga-
samur um ræktunarmál. Um skólagöngu hjá lionum var ekki að ræða
að öðru leyti en því, að hann hafði eftir fermingu fengið nokkra til-
sögn hjá Kristjáni kammerráði á Skarðh
Um það leyti sem Torfi kom að Þingeyrum var mikill áhugi hjá
forystumönnum Húnvetninga um stofnun búnaðarskóla, og var það
eitt stærsta verkefni Búnaðarfélagsins að slíkum skóla eða fyrirmynd-
arbúi yrði komið á fót í sýslunni. Þeir fengu álit á hinum unga
Dalamanni á Þingeyrum, og 11. október 1865 samþykktu þeir á
fundi í Búnaðarfélaginu að senda Torfa til Skotlands til þess að
nema búfræði.
Þetta var kærkomið tækifæri fyrir ungan og áhugasaman bónda-
son. Torfi dvaldi í Reykjavík við nám, einkum í ensku, veturinn