Húnavaka - 01.05.1978, Page 17
H Ú N AVA K A
15
um að Sveinsstöðum. Zophonías var fyrst vikutíma lijá Páli vorið
1926, svo mánuð um haustið til að læra en tók prófið syðra um vet-
urinn. Hann keypti sinn fyrsta bíl vorið 1927 og hóf þá akstur.
Gefum Zophoníasi orðið: „Fólki leist misjafnlega á að stráklingar
um tvítugt væru að keyra bíla og var efins um hvort Jreir væru færir
um það. Eldri mönnum og ráðsettari þótti betur treystandi. Fyrstu
bílferð mína á eigin ábyrgð fór ég 13. apríl 1927 fyrir Pál Bjarnason.
Páll hafði verið beðinn að aka fólki frá Blönduósi fram að Sveins-
stöðum en var vant við látinn þennan dag og bað mig að keyra bílinn
fyrir sig. Ég gekk um morguninn frá Bjamastöðum út á Blönduós
og ók fólkinu að Sveinsstöðum, eins og um var talað, og síðan út-
eftir aftur, og gekk síðan heim.“
Fyrsti bíll Zophoníasar var Ford af T-gerð og kostaði um 2500
krónur fullbúinn. Hann bar um 1 tonn af flutningi og var afar ein-
faldur að gerð, með tveim gírum áfram og einum afturábak. Milli
gíra var skipt með petölum í gólfi. Sjálfir vógu bílarnir ekki nema
rúmt tonn, þannig að fullhlaðnir urðu þeir ekki nema 2—2l/£ tonn
að þyngd.
Zophonías fékk númerið Hu 4, Jóhannes Davíðsson á Hvamms-
tanga átti Hu 2 og Klemens Þórðarson á Blönduósi átti fólksbíl með
númerinu Hu 3 en hann ók ekki ýkja mikið. Skarphéðinn Einarsson
í Ytri-Tungukoti átti Hu 5 og ók einkum fyrir Bólhlíðinga.
Um þetta leyti var vegagerð skammt á veg komin og fremur miðuð
við hestakerrur en bíla. Bílfært var fram að Ási í Vatnsdal, upp að
Reykjum á Reykjabraut, fram undir Svínavatn eftir Svínvetninga-
braut og upp að Auðólfsstöðum í Fangadal- Vilberg braust út á
Skagaströnd sumarið 1923 en síðan var ekki farið þangað fyrr en
Zophonías fór sumarið 1928. Laxá var versti farartálminn og hann
ók niður í gilið og eftir eyrunum og í ánni góðan spöl. Laxá var brú-
uð þetta sama sumar. Fyrsta ferð yfir Holtavörðuheiði var farin í
júlí 1927, þegar Jón Þorsteinsson veghefilsstjóri í Borgarnesi fór frá
Borgarfirði til Blönduóss. Sumarið eftir fór Þorkell Teitsson frá
Borgarnesi til Akureyrar og hófust bifreiðaferðir þar á milli upp úr
því.
Vinna var einkum bundin við sumrin enda lokuðust flestir vegir
á vetrum. Sveitakeyrsla var töluverð með kaupstaðarvörur til bænda
— þótt margir létu sér reyndar fátt um nýjungina finnast. Þa var
akstur tengdur ýmsum framkvæmdum, t. d. var verið að leggja síma