Húnavaka - 01.05.1978, Side 20
18
H Ú N AVA K A
um að skips var von ókum við suður í Borgarnes til að fá farþega og
flutning norður. Þegar fólk kom í land úr skipinu og svipaðist um
eftir bílum, sem stóðu vanalega í röð við bryggjuna, fóru þeir, sent
norður ætluðu, vitanlega í bíla með Hu-númeri frekar en í bíla úr
Borgarnesi. Þetta líkaði þeim illa bílstjórunum þaðan og tóku upp
á því að fara út í skipin með fyrsta bát og tryggja sér farþega fyrir-
lram. Við að norðan fórum þá að gera þetta líka, þannig að sam-
keppnin var mikil.“
Vetrarvinna var stopul, helst var flutningur á miðsvetrarpöntun-
inni um mánaðamótin janúar og febrúar. Urðu menn þá að bjargast
á eigin spýtur í snjó og ófærð- Þá var hyllst til að aka á ís, þar sem
því var við komið, t. d. mátti aka fram Vatnsdalsá og á Laxárvatni
og víðar.
Ökuhraði var ekki mikill, ferð fram í Vatnsdal tók 2—3 tíma bvora
leið og bílferð frá Akureyri í Borgarnes tók tvo daga, jafnaðarlegast
gist á Blönduósi. Annars fór hraðinn mikið eftir ástandi veganna.
Sumarið 1930 fór Zophonías einhverju sinni frá Reykjavík til
Blönduóss — þá var farið um Kaldadal — á 10 tímum og þótti það
methraði. í lögum um notkun bifreiða frá 1926 eru þessi ákvæði um
ökuhraða: ,,í kaupstöðum, kauptúnum og ámóta þjettbýli má öku-
hraðinn aldrei vera meiri en 18 kílómetrar á klukkustund. Utan
þessara staða má hraðinn vera meiri, ef næg útsýn er yfir veginn og
ökumaður samt sem áður getur fullnægt öllum skyldum sínum, þó
aldrei nteiri en 40 km. á klukkustund. í dimmu má hraðinn aldrei
vera meiri en 15 km. á klukkustund.“
Vegir voru slæmir, sem von er til, enda allt kapp lagt á að gera
bílfært sem víðast en viðhald látið mæta afgangi, enda ekki hægt að
gera alla hluti í einu. Veghefill kom hingað um 1930. Hann var
áþekkari herfi en hefli og dreginn af bíl. Gekk sú tilraun illa. Síðar
heflaði Jón Þorsteinsson í Borgarnesi, en svæðið var stórt og hann
kom einu sinni til tvisvar á sumri. Hvað segir Zophonías um Jnetta:
„Jú, vegir voru holóttir og víða slörk og keldur sem við bílstjórarnir
tíndum sjálfir grjót í. Hristingur var mikill og það var nauðsynlegra
að hafa með sér fjaðrir en varadekk. Ekki var ýkja erfitt að skipta
um fjöður Joví bílarnir voru svo einfaldir og léttir.“
Ágúst G. Jónsson tekur undir ])etta: „Þar sem möl eða sandur var
í veginum, t. d. á melum, fann maður að Jjað var bót að fjárrekstr-
um, sem fóru um, vegurinn jafnaðist heldur við Jjað. Og til dæmis