Húnavaka - 01.05.1978, Page 25
H Ú N AVA K A
23
um, eða þá a-ð viðarbútur var negldur á dröguna til þess að mæta
slípingunni.
— Nú var fé oft slátrað heima og kjötið flutl i kaupstað. Hvernig
var pað búið upp á hest?
— Oftast voru tveir skrokkar í bagga og venjan var að setja utan
um þá gæru og vefja henni sem kyrfilegast um þá til þess að kjötið
yrði ekki litskitið, en það var erfitt að verja þetta fyrir áföllum þegar
flutt var svona langa leið á reiðing.
— Hvernig reipi voru notuð í lestaferðum?
— Oftast voru notuð venjuleg hrosshársreipi, en margir eldri
bændur áttu mikið af ólareipum, sem þeir notuðu aðallega í þessum
ferðum, en þau voru óþjál þannig lagað að þau vildu harðna og Jrá
voru Jiau erfið í bindingunni. Sumir báru á þau lýsi til Jæss að halda
Jreim mjúkum, en þá var nú J:>að að bagginn drægi ekki lýsið tir Jæim
í sig.
— Voru sleðar mikið notaðir pegar pú manst fyrst eftir pér?
— Þeir voru talsvert notaðir. Og ég man eftir Jjví, Jægar faðir
minn flutti frá Króki liingað að Grímstungu, það var 1899, þá lét
hann tvívegis fara með sleða seint um veturinn og flutti á þeim eins
mikið af búslóðinni og hann gat við sig losað. Þá var hjarn yfir allt,
farið fram fyrir Víðidalsárgil og síðan norður lieiðar og hálsa og
komið niður Haukagilsbrekkurnar hér á móti. Þorsteinn Þorsteins-
son í Litluhlíð og Jónas bróðir minn á Hólabaki voru í þessum
flutningum. Á þessum árum Joekktust ekki kjálkar á sleðum heldur
voru notaðar taugar. Þá var oft erfitt á svelli og lijarni í halla, J:>að
var svo hætt við að Jreir rynnu aftan á hestana eða skrensuðu til
Itliðar, og Jónas sagði mér, að jDeir hefðu jDurft að fá aðstoð, þegar
Jíeir fóru niður Haukagilsbrekkurnar, það hefði Jíurft að halda svo
mikið aftur af sleðanum.
— Hvenœr sástu fyrst kjálka á sleðum?
— Ég sá þá fyrst hjá Magnúsi Jónssyni á Sveinsstöðum. Við Þor-
steinn bróðir vorum að sækja rekavið fyrir föður okkar út í Dellu-
vík, hún er fyrir framan og neðan Hjaltabakka, og á heimleiðinni
gistum við á Sveinsstiiðum. Þetta var í mars 1908. Um nóttina gerði