Húnavaka - 01.05.1978, Page 27
HÚNAVAKA
25
hugsað að fara aftur með skipi suður. Með honum fóru fjórir harð-
duglegir menn: Magnús Jónsson á Sveinsstöðum, Jón Baldvinsson á
Kötlustöðum, Jakob Árnason, sem lengi hafði verið ráðsmaður hjá
prófasti, og mig minnir Einar Eyjólfsson, sem að nokkru leyti ólst
upp hjá honum. Þeir munu hafa verið fjóra daga á leiðinni suður í
Borgarnes og ferðin gekk vel. Þó heyrði ég, að einu sinni hefði slitn-
að sili á öðru kviktrénu, J:>egar þeir voru að fara yfir á, sem var í
talsverðum vexti, og við það komið mikil slagsíða á rúmið, sem pró-
fastur lá í. Þá stukku fylgdarmennirnir af hestunum út í ána og héldu
trénu uppi, en þeim hafði ekki litist á, J^egar prestur reis upp í rúm-
inu til Jjess að fylgjast vel með Jressu.
Sr. Hjörleifur var 76 ára þegar hann flutti suður.
— Hvenær fékkst u fyrstu kerruna?
— Ég fékk hana 1915, en eitthvað lítils háttar mun hafa verið
komið af kerrum hingað í dalinn áður. Við fengum ekki akveg hér
fyrr en á árunum 1916—20 og hann var víða mjög slitróttur í fyrstu,
en þá voru fjarska oft farnar sleðaferðir hér á vetrum. Þá var talsvert
farið að nota síld til fóðurs og henni var ekið á sleðum. Einnig
reyndu menn eftir föngum að flytja timbur á sleðum. Við höfðum
oft glæran ís bæði hér á ánni og vötnunum. Svo voru skornir af
Jiúfnakollar á Hjaltabakkaflóanum og búin til sleðabraut J^ar. Eftir
henni komumst við norður í svokallaða Mógilslaut, en þaðan var nú
dálítið hæpið að hafa sleðafæri niður á Blönduós, því að melarnir
voru oft auðir og við fengum vöruna oft flutta þangað á kerrum.
— Komust þið eftir endilöiigu Húnavatni með sleðana?
— Gjarnast var farið fram Hjaltabakkaflóann og fram í Húnsstaða-
hvamm við Laxá, fyrir neðan brekkurnar sem eru á milli Laxár og
Torfalækjar, það eru kallaðar Flatir, síðan eftir svellaræmum fram
að Brandanesi. Þar var svo farið út á Húnavatn, skjaldan utar.
— Ég hef heyrt að þið hafið farið með sleða d hafís 1918.
— Ég man eftir einni sleðaferð hjá okkur Vatnsdælingum þann
mikla frostavetur að við fórum út endilangt Húnavatn og út á haf-
ísinn, sem Jiá var að mestu leyti lagnaðarís við landið. Við komumst
alla leið út á Blönduós eftir ísnum, en á heimleiðinni fórum við
veginn fram á Hnausatjörn. Það mátti segja að þá væri allt í hjarni