Húnavaka - 01.05.1978, Page 28
26
HÚN AVAKA
og glæru. En ég man ekki eftir því nema í þetta eina skipti að við
færum eftir liafís.
— Var Skriðuvaðið ekhi sjaldan fcert með sleða?
— Það var afar skjaldan fært, því að venjulega var Jrað autt. Þá fór-
um við upp á bakkann suður af Hnausum, liann var mjög lágur Jrar,
og síðan eftir svellum fram að Tíðaskarði. Þar er mjótt haft í gegn-
um Vatnsdalshólana og Jrar liafði verið grafinn áveituskurður. Venju-
lega lá skafl í skurðinum og oftast var sæmilegt eða ágætt færi eftir
honum. Þó kom fyrir að við komumst ekki með fullt æki eftir skurð-
iuum með öðru móti en því að setja tvo hesta fyrir einn sleða og það
var oftast hægt, Jrví að við vorum oftast tveir eða fleiri saman í sleða-
ferðunum. Við urðum samt einstöku sinnum að selflytja yfir J^etta
haft. Svo var óslitinn ís fram Flóðið og oftast fram Vatnsdalsá, en ég
gat skjaldan farið eftir Álku hingað heim og varð Jrá að fara eyrarnar
hér fyrir utan, Jrví að hjá Klifinu, Jrar sem Vatnsdalsárbrúin er nú,
var alltaf autt. Ég átti oft í baxi við að koma ækinu heim í hlað án
Jress að selliytja, en stundum tókst Jrað. Vanir dráttarhestar drógu nú
ekki af sér Jnegar mest á reyndi, heldur var Jrá eins og þeir yrðu tví-
efldir. En Jrað var miklu víðar en hér í Grímstungu að spölurinn
heim frá ánni væri erfiðasti kafli leiðarinnar.
Ég fór eina óvenjulega sleðaferð 1920. Þá var mjög hart vor eftir
afar snjójxuigan og harðan vetur, en Vatnsdalsá orðin ófær víðast
hvar, því að komið var fram í aðra viku sumars. Með mér fór maður
frá Haukagili með sleða fyrir Eggert Konráðsson og við fórum út
veg að Hnjúki. Þar fengum við lánaða vagna. Á heimleiðinni sett-
um við ækið á sleðana hjá Breiðabólstað, fórum fram Háls og niður
brekkurnar hjá Haukagili. Þá var hjarn á Hálsinum og sæmilegasta
færi. Þessi leið mun ekki hafa verið farin oftar með sleða.
— A hvaða tima vetrar var mest um sleðaferðir?
— Það fór nú nokkuð eftir færi og veðurfari, en rnest var það frá
áramótum og fram í mars. Eftir Jxið var ísinn oft orðinn viðsjáll.
Þegar ég var að flytja byggingarefni í íbúðarhiisið veturinn 1921
fór ég mjög margar sleðaferðir til Blönduóss og ein Jreirra er mér
sérstaklega minnisstæð. Þá fórum við hjónin saman með þrjá sleða-
hesta og í samfylgd með okkur voru Jón Hjartarson bóndi í Saurbæ
og Sumarliði Jónsson vinnumaður á Haukagili. Á heimleiðinni bætt-
\