Húnavaka - 01.05.1978, Síða 30
28
H Ú N AVA K A
Svona gátu nú þessar sleðaferðir orðið mönnum örðugar, en ekki
var það algengt. Maður leit vel til veðurs áður en lagt var á stað, og
það var hygginna manna háttur að fresta ferð fremur en leggja út í
rnikla tvísýnu, en þegar komið var út eftir varð naumast komist hjá
því að fara til baka og halda áfram, hvernig sem viðraði.
— Nú voru sleðar stundum notaðir til mannflutninga, t. d. þegar
farið var til kirkju, á samkomur og við fleiri tœkifceri.
— Það var afar oft ferðast þannig milli bæja og lengri leiðir, rnenn
fóru jafnvel til Blönduóss á sleða, þegar samkomur voru þar. Þá voru
sett koffort, skrínur eða eitthvað þess háttar á sleðana til þess að sitja
á og einstöku sinnum var tjaldað yfir þá, einkum ef flytja þurfti
sjúklinga. Menn voru vanir kidda í þá daga og ef einhverjum varð
kalt, þá stóð hann bara upp og barði sér. Það var líka oft, þegar ein-
hver þurfti að bregða sér í kaupstaðinn í lausaerindum að hann fékk
að sitja á sleða. Venjulega var þó sett eins mikið æki á sleðana og
fært þótti, en þó að mönnum væri bætt ofan á, þá gátu ])eir gengið
yfir erfiðustu kaflana.
— Hvað lögðuð þið þungt œki á sleðana?
— Væru glærir ísar á ánni og vötnunum og gott færi á sleðabraut-
inni var til að menn hefðu allt að tonni, en algengast var að liafa
4—5 hundruð kíló. Á glærum ís skipti þunginn ekki miklu máli, en
ef stansað var þurfti stundum að sparka duglega í sleðann til þess að
hesturinn gæti kippt honum á stað.
— Hvernig var með flutning á sementi?
— Það var fremur lítið gert að því að flytja sernent að vetrinum
vegna þess livað örðugt var að geyma það. Ég byggði íbúðarhúsið
1921, eins og áður er sagt, og flutti nokkuð af sementi um veturinn
og þá að sjálfsögðu á sleðum, en rnestan hluta þess á kerrum um
vorið. Þá stóð góður geymsluskúr hjá Hnausabrúnni frá því að brú-
in var byggð sumarið 1919. Ég fékk hann lánaðan og hafði tvo menn
um tíma við að flytja þangað sement. Svo sótti ég það þangað jafn-
óðum og á því þurfti að halda, því að þá var orðið vel kerrufært fram
dalinn. En mest af timbrinu flutti ég um veturinn á sleðnm.