Húnavaka - 01.05.1978, Síða 31
H Ú N AVA K A
29
— Þið keyptuð nokkrir Vatnsdœlingar mikið af viði úr strönduðu
skipi. Hvernig fluttuð pið hann?
— Við fluttum hann allan á sleðum og hefðum ekki getað farið út
í þessi kaup, ef við hefðum ekki liaft sleðana. Þetta var þannig, að
lítið flutningaskip, sem hét Elín, strandaði í Hjaltabakkasandi 1916
og náðist ekki út. Það var svo rifið og viðurinn settur í bunka í sand-
inum, en enginn vildi kaupa hann. Svo vorum við Eggert Konráðs-
son á Haukagili eitt sinn þarna á ferð og sáum bunkann. Okkur leist
vel á viðinn og ég sagði við Eggert, að ég væri til með að kaupa væn-
an hluta af honum, ef hægt væri að fá honum skipt. Eggert hafði líka
liug á kaupum og okkur kom saman um að koma við í Steinnesi í
heimleiðinni og hitta Pál Bjarnason, hann var sonur sr. Bjarna Páls-
sonar, en hann hafði með þessi mál að gera. Þá samdist um það, að
viðnum yrði skipt í nokkra jafna hluti og ég fengi einn þeirra. Ég
man ekki lengur hvað hluturinn kostaði, en þetta voru reyfarakaup.
Nokkru seinna seldust allir hinir hlutirnir, en sumum þeirra mun
hafa verið skipt nokkru meira.
Þetta var afbragðsviður, mikið af breiðum og löngum eikarplönk-
um, mastur úr furu og mikið af brenni. Ég fékk Jónas Bergmann á
Marðarnúpi til að smíða alla glugga í íbúðarhúsið og hann smíðaði
þá úr viði, sem flett var úr mastrinu. Þeir eru ófúnir enn. Hann
smíðaði líka stigann uj^p á loftið og hafði fremri hluta hverrar
tröpjxi úr eik, sem einnig var úr skipinu. Sér lítið slit á tröppuskör-
unum þó að oft hafi verið á þær stigið og ekki alltaf á mjúkum skóm
í þau 57 ár, sem liðin eru síðan húsið var byggt. Einnig notaði ég
mikið af þessum skijrsviði í grijrahús, girðingastaura og sitthvað
fleira.
Einu sinni fékk ég talsvert rnikið af rekaviði af Ströndum. Hon-
um var skijiað upp í Delluvíkina og borinn og dreginn það hátt ujrjr
í sandinn að sjór gat ekki náð honum. Þar geymdi ég hann fram á
vetur, Jrá flutti ég hann heim á sleðum. Hann var sagaður hér lieima
og ég hafði hann bæði í byggingar og staura.
— Hvað segirðu um heyflutninga uð vetrarlagi?
— Ef menn þurftu að flytja liey á vetrum ]rá var það langoftast
flutt á sleðum. Ég heyjaði oft út á Hjallalandsengjum, setti heyið
saman Jrar og flutti Jrað á sleðum Jtegar komið var gott sleðafæri. Þá
þurfti að byrja á því að binda heyið í venjulegar sátur, því að ekki