Húnavaka - 01.05.1978, Síða 32
30
H Ú N AVA K A
voru heybindingsvélar til í þá daga. Til þess að geta komið sem
mestu á sleðann voru lagðar á hann spýtur, sem stóðu aftur af hon-
um. Oftast var sátuuum raðað þvert yiir sleðann, önnur sams konar
röð lögð ofan á og allt bundið vel saman. Þegar búið var að ganga
Irá þessu voru aðrar sátur bundnar saman og hengdar utan á hinar,
það hækkaði ækið ekkert, en með þessti móti var hægt að koma allt
að átta hestum á einn sleða.
— Kom það fyrir i sleðaferðum að menn hleyptu ofan i?
— bað kom fyrir, en ákaflega var það skjaldan, flestir þekktu svo
vel á ísinn og varasama staði á ánni. Hún át alltaf af sér á vissum
stöðum, t. d. Arnarhylnum fyrir utan Hvamm, þar mátti ekki fara
nálægt austurlandinu, eu við vesturlandið var ísinn tryggur. Þetta
vissu allir og staðurinn var því ekkert varasamur, ef menu bara gættu
að sér og fylgdust vel með því, livar á ánni þeir voru staddir. Seint á
útmánuðum var ísiim oft meyr í sólbráð. Þá hylltist maður til að
vera ekki á ferð síðari hluta dags, en á nóttunni var oft frost og þá
notuðu menn sér það með því að leggja snennna á stað. Við höfðum
alltaf með okkur góða broddstafi og reyndum fyrir okkur með þeim,
ef við töldum eitthvað viðsjált framundan, en venjulega sáum við
hvort ísinn var nægilega traustur eða ekki, þetta kom með reynsl-
unni. Ég lieyrði stundum sagt, bæði um mig og fleiri, að við værum
glannar á ís, en ég gat ekki viðurkennt það, taldi okkur vita hverju
mætti treysta og hverju ekki. Ef margir voru saman í sleðaferð var
venjan að þrautreyndir rnenn færu á undan og það gerðu þeir alltaf,
ef eitthvað þótti viðsjált með ísinn. Hinir lærðu svo af þeirn- Að vísu
voru til menn, sem aldrei virtust geta þekkt vel á ís, og það var nú
ekki litið upp til þeirra. Einstöku sinnum kom fyrir að okkur þætti
vissara að fara í spretti yfir litla bletti, sem okkur leist ekki meira eu
svo vel á ef liægt væri farið, eu ekki minnist ég þess að það kæmi að
sök.
Ef mikla hláku gerði á meðau við vorum fyrir utan kom stundum
mikið vatn á ísinn. Það varð þó aldrei djúpt á vötnunum, en á ánni
gat það orðið djúpt við bakkana, þar var ísinn frosinn fastur við jörð
og gat ekki lyfst, en bolinn spennti upp. Þetta kom ekki að sök, ef
við þurftum ekki að fara í laud, Jrví að bolurinn var þurr, eu sleð-
arnir þoldu ekki mikið dýpi, þeir voru svo lágir. Víða, einkurn á
Kvíslunum í Þingi og útdalnum, var á löngum köflum ekki hægt að
X