Húnavaka - 01.05.1978, Side 36
34
H Ú N AVA K A
dóttir. Það var mikið leitað til ömmu ef hjálpa þurfti skepnum, því
að Itemii voru ljósmóðurstörfin í blóð borin. Hún tók á móti mörg-
um börnum, oggekk það alltaf vel. Hún var hetja til hinstu stundar.
Faðir minn kvæntist aftur 1912 Jóhönnu Jóhannsdóttur og eign-
uðust þau eina dóttur, Önnu Sigurlínu, árið 1913.
Hvað segirðit m ér a/ bernskunni?
Ég átti mjög góða bernsku. bað var mikið af jafnöldrum mínum í
sveitinni, og við fórum oft í útreiðatúra, en það var ein aðal skemmt-
un barna á þeim tímum.
Hvernig var skólagöngu háttað?
Ég byrjaði í skóla þegar ég var 10 ára gömul. hetta var farskóli eins
og tíðkaðist í sveitum. Fyrsti kennarinn minn var Guðmundur Frí-
mannsson. Hann var vel látinn og góður kennari, og ég held að flest-
ir hafi lært vel hjá honum. Hann kenndi mér í tvo vetur, eða þegar
ég var 10 og 11 ára. Friðrik Hansen tók þá við kennslunni, og kenndi
mér þegar ég var 12 og 13 ára. Friðrik var skemmtilegur, góður
lélagi og fljúgandi hagmæltur. Hann kom alltaf með okkur tit í leiki
þegar viðiaði til þess. Friðrik var góðtir kennari og reyndu allir að
læra vel hjá honum.
Hvar var skólinn oftast?
Skólinn var aðallega á Kringlu og Torfalæk, en þar voru húsa-
kynni mest, og einnig flest börnin á þeim tíma. Einnig var hann í
Meðalheimi öðru hvoru.
Hversu langt var námið á vetri?
Það náðust oftast 4 mánuðir á vetri, einstaka sinnum örlítið meira,
og þótti gott að ná einum mánuði fyrir jól. Námsefnið þá var ekki
mjög ólíkt því sem nú er. Það var kenndur reikningur, lestur, skrift,
landafræði, saga, íslenska, skólaljóð og náttúrufræði, nreð lieilsu-
fræði í lokin. Ég hafði mest garnan af reikningi.
Þú spilaðir fyrir dansi.
Ég lærði að spila á orgel þegar ég var 15 og 16 ára h já Elínu Theó-
dórs kaupfélagsstjórafrú á Blönduósi. Upp úr því fór ég að spila á
böllum í sveitinni með Birni Jónssyni á Torfalæk. Skiptumst við á