Húnavaka - 01.05.1978, Side 38
H Ú N AVA K A
36
Hvað sóttu margir böllin á Beinakeldu?
IJað var einungis fólkið úr sveitinni, og ég ímynda mér að það hafi
verið 40—50 manns. Einstaka sinnum kom það fyrir að fólki var
boðið að, og man ég sérstaklega eftir að Torfalækjarfólkið bauð
stundum Hemmertssystrum. Yfirleitt var þó lítið um aðkomufólk.
Heimilin í sveitinni voru svo mannmörg á þessum tíma.
Yar meira um ungt fólk á þessum böllum?
Fullorðna fólkið var alltaf með. Ég man eftir því að Guðmundur
faðir minn og Jóltanna kona lians, svo og Guðrún Teitsdóttir og
Árni Kristófersson komu alltaf með okkur upp að Reinakeldu. I>á
byrjaði fólkið að dansa strax og músíkin byrjaði, og dansaði svo fram
til kl. sjö að morgni eða þar til það þurfti að fara að gera í húsunum.
Stundum kom það fyrir að unga fólkið varð eftir og dansaði örlítið
lengur.
Sþilaðir þú ekki á öðrum stöðum?
Jú, ég spilaði stundum á Kvennaskólaböllunum á Blönduósi, og
vanalega á 17. júní, }>ví að J>á var ekki um neina aðra músík að ræða.
Hvernig var með annað félagslíf i sveitinni?
Það var rnjög blómlegt ungmennafélagsstarf. Á sumrin komum við
saman í Haladalnum, en hann er á milli Kringlu og Torfalækjar, að
minnsta kosti annan hvem sunnudag allt sumarið. Þar voru iðkaðar
íþróttir, surigið, hlaupið í skarðið og farið í aðra leiki og notið góðs
félagsskapar. Á Jtessar samkomur kornu allir, sem voru lengra að, ríð-
andi, og var oft glatt á hjalla á heimleiðinni. Á vetrum komum við
saman á Skinnastaðatjörninni á skautum. Það var J>ó aðallega frá
Kringlu, Skinnastöðum og Torfalæk, en það voru næstu heimilin.
Hverjir stjórnuðu ungmennafélagsskaþnum i sveitinni?
Sigurgeir Björnsson á Orrastöðum stjórnaði honum lengi, og síðan
tók Jón Einarsson við og var formaður á meðan hann var á Ásunum.
Hann bar með sér ferskan blæ inn í félagsskapinn.
Á vetrum liélt ungmennafélagið málfundi og var kosin dagskrár-
nefnd, sem undirbjó næsta fund. Hún ski]>aði menn til J>ess að skrifa
í blað, sem félagið gaf út og liét Ásar. Voru ritgerðirnar síðan lesnar
upp á fundum. Á fundunum voru einnig mörg merkileg málefni