Húnavaka - 01.05.1978, Síða 39
H Ú N AVA K A
37
rædd, en ég tók fremur lítinn þátt í þeim umræðum. Fundirnir voru
haldnir til skiptis á bæjunum, oftast þó á Kringlu og Torfalæk, en
þar var hávaðinn af fólkinu, en heimilisfólk á hvorum þessara bæja
var á milli 10 og 20.
Var ungmennafélagið með leikstarfsemi?
Eg man einu sinni til þess að það var sett upp smá leikrit, og sýnt
á þorrablóti, sem haldið var á Akri veturinn 1924. Ég man ekki eftir
annarri leikstarfsemi.
Var ungmennafélagið með einhverja aðra starfsemi?
Yið áttum trjáreit á Torfalæk, þar sem við gróðursettum trjá-
plöntur og hlúðum að þeim. Það var talsvert mikið starf.
Var ekki mikið sungið?
Jú, það var afskaplega mikið sungið. \'ið hittumst næstum aldrei
öðruvísi en að syngja dálítið saman. Björn á Torfalæk spilaði oft á
orgel undir söng, en Guðmundur, jóhann og Jónas bræður hans, og
Jón faðir Jreirra voru ákaflega góðir söngmenn. YiÖ æfðum smá kór
fyrir skemmtanir eftir að Jón Einarsson kom að Meðalheimi, en
hann söng ljómandi vel. Hann var einnig sterkur skemmtikraftur,
og las oft upp kvæði og óbundið mál.
Friðrik Hansen orti kvæði, sem hann gaf Ungmennafélaginu til
Jress að syngja á samkomum undir laginu „Hvað er svo glatt“.
I'að er svo margt sem kemst í óð og óma
af öllu því sem líf vort hefur kynnst.
En kveðjur vorar hópast þó í hljóma
og heitast Jjegar átthagans er minnst.
Því Jraðan eru sjálfra vorra sögur,
vort sæla bros, vort stríð og tárin heit.
\dð óskum heitt sú framtíð verði fögur,
sem faðmar vora gömlu Asasveit.
Það var mikið sungið á uppvaxtarárum mínum þegar komið var
saman á heimilum. A hátíðum komu fjölskyldurnar á Kringlu og
Torfalæk oft saman, og Jiá var spilað, sungið og dansað. Já, það var
mikið félagslíf á Ásunum á Jreim tíma.