Húnavaka - 01.05.1978, Page 41
H Ú N AVA K A
39
Spilarðu eitthvað fyrir dansi eftir að þú kemur til Blönduóss?
Þegar ég er komin til Blönduóss spilaði ég talsvert á böllum þar
að vetrinum. Einn veturinn voru haldin bændanámskeið, og þá voru
leikin fjögur leikrit yfir vikuna, alltaf tvö hvert kvöld. Ég var ekki
sjálf í þessari leikstarfsemi, en unga fólkið á Blönduósi æfði upp
þessa leiki á 3—4 vikum. Aldrei gekk illa að fá fólk til þessarar félags-
starfsemi, því að öllum þótti svo sjálfsagt að vera með í þessu. Hend-
rik Berndsen og Kristján Arinbjarnar læknir voru Jrá fyrir Leik-
félaginu.
Ég var ráðin til þess að sjá um músíkina sex kvöld vikunnar á
bændanámskeiðinu, sem tók viku, og fékk ég 10 krónur fyrir kvcildið.
Einu sinni fór ég upp að Sauðanesi og spilaði J:>ar frá kl. 9—fi og tók
15 kr. fyrir.
Hvað var dansað lengi fram eftir nóttu?
Það var nú misjafnt. Oftast var dansað frá níu til fjögur eða sex
um nóttina. Á bændanámskeiðunum komu bændur úr sýslunni sam-
an til þess að halda fundi og skemmta sér. Það var alltaf troðfullt hús
á leikjunum, og böllin voru mjög fjölmenn.
Hvar voru skemmtanir haldnar á Blönduósi?
Þær voru haldnar í Vesturpakkhúsinu, en Jrað lá samhliða Péturs-
borg. Við fengum helminginn af Jdví til umráða, og var strengdur
strigi á milli veggja til Jress að skípta því. Það var sett upp sena í öðr-
um endanum, og þarna var mjög gott danspláss.
Hvernig var hilað upp?
Það mun hafa verið Iiitað upp með olíuofnum, og Jrað tók enginn
eftir kulda Jrví að allir dcinsuðu eins og Jreir mögulega gátu, og
skemmtu sér alveg konunglega. Þarna voru skemmtanir haldnar
alveg þar til Gamla samkomuhúsið er byggt 1926, en Jrað þótti ákaf-
lega mikið og fínt hús.
Á þessum árum sat fólkið ekki og horfði hvert á annað heldur
byrjaði það strax að dansa og dansaði J)ar til ballið var búið. Þá voru
engin borð og þar af leiðandi enginn drykkjuskapur. Fólkið kom til
þess að skemmta sér við dans og það tókst því.