Húnavaka - 01.05.1978, Síða 42
40
H Ú N AVA K A
Vannst þú ekki úti með heimilisstörfunum?
Eg hef alltaf unnið mikið utan lieimilisins, og þá mest við mat-
reiðslu á Hótelinu, fyrst hjá Snorra Amfinnssyni, og síðar hjá Þor-
steini Sigurjónssyni, svo var ég 10 sumur ráðskona hjá Vegagerðinni,
og eitt sumar í brúarflokk þegar Blöndubrúin var byggð 1962, og
fylgdi ég þeim fram að Steiná í Svartárdal, en þar var gamla brúin
sett niður. \bð sáum nú talsvert eftir henni, því að hún var svipmeiri
en sú nýja. Einnig vorum við hjónin á Hamri hjá Þorsteini Sigur-
jónssyni í tvo vetur, en þangað fórum við haustið 1953.
Hvernig var að vera ráðskona i vegagerð?
Það var alveg yndislegt. Félagsskapurinn var góður, og heilsusam-
legt og skemmtilegt að sofa í tjaldi allt sumarið, hvernig sem viðraði.
Á kvöldin var spilað, teflt og rabbað saman.
Varst þú hœtt pegar svefnskúrarnir komu?
Já, blessaður vertu, ég var hætt áður en öll þægindin komu. Ég
varð að fara á fætur klukkan sjö á hverjum morgni til Joess að kveikja
upp í kolaeldavélinni, en á henni var allur matur eldaður. Einnig
varð að bera allt vatn heim að eldunarskúrnum í fötum, Jrar senr það
var sett í stóra tunnu. Ég held að það jrýddi ekki að bjóða þeim slík-
an aðbúnað núna stúlkunum. Helstu þægindin sem komu voru
Aladdinofnar, senr brenndu steinolíu, og voru notaðir til þess að
liita upp tjöldin. Það var aldrei nein stybba af Jreim því að Jrað var
alltaf dálítill sús í tjöldunum.
Varstu i félagsmálum eftiraðpú komst til Blönduóss?
Ég gekk í Verkalýðsfélagið, og Kvenfélagið Vöku fljótlega eftir að
Jrað var stofnað og er nú búin að vera í Jrví í 47 ár.
Hvernig var starfið i Verkalýðsfélaginu?
Það var nreð allt öðrunr lrætti en nú er. Þá entist ekki einn dagur
í fjöruga fundi, heldur varð oft að halda framhaldsfund daginn eftir.
\7erka 1 ýðsfé 1 agið gekkst alltaf fyrir hátíðahöldum 1. nraí, og voru þá
veitingar fram reiddar, sem við konurnar lrjálpuðumst að við að út-
lrúa, og eftir skenrnrtunina var dansað af nriklu fjöri.
Verkalýðsfélagið var stofnað unr mánaðamótin október—nóvenrber
1930. Jón Einarsson var stofnandi Jress og fyrsti formaður. Hann var