Húnavaka - 01.05.1978, Page 45
GUÐLAUGUR GUÐMUNDSSON:
Reykjaskóii 40 ára
Við sem stunduðum nám í Reykjaskóla veturinn 1981 þekkjum
okkur varla á staðnum, svo gjörsamlega er allt orðið breytt. Gamla
skólahúsið, sem líktist kastala í augum okkar þegar við komum
hingað ríðandi eða gangandi fyrir fjörutíu árum, er næstum horfið
innan um allar nýbyggingarnar á nesinu. En það er eðlilegt að allt
sé breytt á þessum stað — allt er breytt á þessu landi frá því sem
þá var, þjóðlífið, atvinnuhættirnir, menntunarskilyrðin, húsakynnin,
farartækin — og þó ekki hvað sízt fólkið. Það eina sem ekki hefur
breytzt eru fjöllin og firðirnir — og jió liafa þau kannske breytzt líka,
hver veit.
En hvernig var þá Reykaskóli veturinn 1930—31?
Sjálft skólahúsið var þá í byggingu og aðeins helmingur þess varð
jiann vetur það sem nú mundi vera kallað fokhelt. Víða voru
veggirnir ópússaðir og stóðu steypustyrktarjárnin út úr þeim. Stig-
ar voru handriðslausir, gólfin dúklaus og svefnherbergin í heima-
vistinni ekki standsett. Onnur skólastofan var notuð sem svefn-
skáli fyrir piltana. Eldlnis og borðstofa voru í skúr, sem stóð sunn-
an undir skólanum. I öðrum enda hans voru matarbirgðir geymd-
ar og jDÓtti þar vera nokkur músagangur. Fyrir kom að Jressir
(iboðnu gestir skildu sitthvað eftir í haframjölinu, og þótti okkur
það miður þegar við rákumst á jjað, því að hafragrautur var fasta-
réttur á hverjum morgni. Þá fengum við einnig pottbrauð, bakað
uppi í hver.
Margir smiðir unnu við skólann, sumir allan veturinn, og lögðu
sig alla fram til þess að ljúka við heimavistina, svo að við gætum
flutt á herbergin. En ekki var alltaf þægilegt að einbeita sér að
lestri við högg og slög smiðanna allan daginn. Ekki þarf að taka
J)að fram, að ekkert rafmagn var komið í skólann, heldur notuð-