Húnavaka - 01.05.1978, Page 47
H Ú N AVA K A
45
um við olíulampa og í skólastofunni var stór gaslukt. Eitt af skyldu-
störfum nemendanna var að ræsta skólastofu og ganga, og fór það
þannig fram, að vatni var hellt á gólfið úr fötu, síðan tekinn strá-
kústur og vatninu sópað saman — svo hægt væri að ausa því upp
aftur í fötuna.
Þrátt fyrir þennan frumstæða aðbúnað, sem í dag mundi sjálfsagt
ekki vera talinn viðunandi, var oft glatt á hjalla og ýmislegt sér til
gamans gert. Sumt af því var þó miður vel þegið af þeim sem eldri
voru. Ég hygg, að í unglingnum búi ætíð sama eðlið, það er aðeins
tíðarandinn sem breytist. Við hneykslumst oft á því sem unglingarn-
ir gera nú á dögum, en við vorum kannske ekkert betri sjálf á þeim
aldri, og margt frumlegt datt okkur í hug í þá daga. Sum uppátækin
munum við enn.
Það var einn daginn, að ráðskonan uppgötvaði, að púðurdósin
hennar var horfin — en púðurdósir voru þá hinir mestu dýrgripir,
enda ekki í allra eigu. Ráðskonan bar sig illa útaf dósarhvarfinu —
en það stoðaði ekki, dósin fannst hvergi. Þá var það um morgun,
nokkrum dögum síðar, að við komum út í skúr til þess að borða
morgunmatinn. Liggur þá ekki pottbrauð á miðju borðinu, sundur-
skorið í miðju og allt útatað í púðri. Þarna var þá púðurdósin góða
komin í leitirnar, því að af fyrirhyggjusemi hafði henni verið laum-
að inn í brauðdeigið, sem síðan hafði verið bakað í hvernum. Auð-
vitað vissum við strákarnir ekki neitt og horfðum hneykslaðir á þessa
sýn, en hin annars svo góðlátlega ráðskona stóð nú svipjnmg og syrgði
örlög dósar sinnar.
Einn í nemendaliópnum bar af öðrum hvað stærð og krafta snerti
og var ekki frítt við að sumir þættust verða fyrir barðinu á þeim
kröftum og vildum við ekki una því óhefnt. Tókum við okkur þá til
fjórir, gengum að honum þar sem hann sat við lestur, þrifum Jiegj-
andi hver í sinn skankann og bárum hann inn í sundlaug. Þar töld-
um við einn, tveir, þrír og köstuðum honum út í laugina í öllum
fötunum. Þennan sama leik ætluðum við síðar að leika við annan
félaga okkar að kveldlagi þegar dinnnt var orðið, en vorum Jrá svo
óheppnir að taka aðkomumann í misgripum, og hentum honum líka
í laugina. Breiddist jiá sá orðrómur um sveitina, að vissara væri að
koma ekki að Reykjaskóla að kveldlagi ef maður vildi halda sér
þurrum.
Þá segir Jrað sig sjálft, að stundum muni liafa verið tuskast þar sem