Húnavaka - 01.05.1978, Page 48
H Ú N AVA K A
46
tólf strákar sváfu í sömu stofu, en af því fara ekki sögur. Einn var þó
sá í hópnum, sem aldrei vildi vera með í slíku, og aldrei lieyrðist
stærra orð af hans munni en „bannsettir strákarnir að láta svona“.
Við sögðum stundum við þennan skólabróðnr okkar þegar áflogin
voru um garð gengin, ,,ja, það ernm við vissir um, Óli, að þú átt
eftir að verða skólastjóri hérna,“ og ]oað var orð að sönnu, því þetta
var Ólafur Kristjánsson, núverandi skólastjóri Reykjaskóla.
Sjálfsagt má um það deila, hvort raunverulega hafi verið hægt að
lialda skóla við þær aðstæður, sem hér hefur verið lýst, samt held ég
að ég geti fullyrt, að á milli nemenda og kennara iiafi myndazt sterk-
ari tengsl en að öðru jöfnu eiga sér stað í skólum nú á dögum. Hér
hefur fámennið ef til vill átt sinn þátt í, að persónuleg tengsl nrðu
meiri, en þó hygg ég að liitt sé sannara, að kennararnir voru hæfi-
leikamenn, hver á sínu sviði.
Skólastjóri var þá séra Jón Guðnason. Hann var að mínum dómi
ágætum eiginleikum búinn til þess að nmgangast og stjórna ungn
fólki og leiðbeina því og hafa áhrif á það til betri vegar. Hann var
maður sem unglingurinn bar virðingu fyrir og hlýddi fúslega. Meðal
kennslugreina hans var íslenzka og saga og var honum einkar lagið
að gera námið lifandi og skapa áhuga hjá nemendum. Auk hans
kenndn þeir nafnarnir Helgi Tryggvason og Helgi Valtýsson. Báðir
eru menn þessir okkur minnisstæðir og var gott að kynnast þeim.
Síðan þetta var höfum við skólafélagarnir farið á víð og dreif um
landið. Margt af því, sem við lærðnm á Reykjaskóla, er nt'i gleymt —
og annað komið í staðinn, eins og gengur — allt er þetta þó lífs-
reynsla, námið, starfið og lífið sjálft.
Ég minntist á það áðan, að allt væri orðið breytt. Sú veröld sem
þið sem nú eruð nemendur Reykjaskóla lifið í er öðruvísi en sú sent
við þekktum fyrir fjörutíu árum á Reykjaskóla og margt frá þeim
tíma kemur ykkur eflaust ókunnuglega fyrir sjónir. En það er þó sá
jarðvegur, sem þið eruð runnin upp úr. Sú forna menning, sem þið
sjáið þegar þið gangið um byggðasafnið, er forsenda þeirrar menn-
ingar sem þið eruð þáttur í, og gætið þess vandlega að gleyma ekki
livaðan þið komið í hugsuninni um hvert þið ætlið að halda. Látið
ekki taugina, sem tengir saman fortíðina og framtíðina, slitna — því
hún er ykkar líftaug. Verðið menn, sem ekki spyrjið aðeins „Hvað
getnr landið gert fyrir mig?“, lieldur „Hvað get ég gert fyrir landið
mitt.“