Húnavaka - 01.05.1978, Blaðsíða 51
H Ú N AVA K A
49
Næsti bær framan við Blöndudalshóla eru Brandsstaðir. Þar bjó
um aldamótiu 1800 hinn þjóðkunni gull- og silfursmiður Helgi
Þórðarson frá Torfalæk. Fyrri kona hans var Ólöf Símonardóttir
bónda á Brandsstöðum og konu hans Ingigerðar Brandsdóttur. Fékk
Helgi Brandsstaði með konunni og bjó þar síðan góðu búi. Áttu þau
hjón tvær dætur barna: Hólmfríði, sem var gift Bimi annálaritara á
Brandsstöðum Bjarnasyni og Ingigerði, sem var jafnaldra Halldórs
Auðunssonar og mun hafa verið fermingarsystir bans. Ung að árum
giftist Ingigerður Helgadóttir bóndasyni á Eiðsstöðum, Benedikt
Tómassyni, bróður Sigurbjargar konu Ólafs bónda á Eiðsstöðum.
Faðir þeirra systkina var Tómas bóndi á Eiðsstöðum Tómasson, og
verður hans nánar getið í þætti Ólafs á Eiðsstöðum.
Benedikt og Ingigerður bjuggu í 12 ár á hálfum Eiðsstöðum, en
þá lézt Benedikt 28. ág. 1828, 39 ára gamall- Börn ekkjunnar, sem til
aldurs höfðu komizt, voru enn í bernsku og búið forstöðulaust. En
hér leystust málin á heppilegan hátt. Halldór Auðunsson flutti til
ekkjunnar á Eiðsstöðum, og gengu Jrau í hjónaband 6. okt. 1829.
Voru jrau eins og fyrr segir jafnaldrar og leiksystkini. Urðu Jreirra
samfarir góðar og bjuggu góðu búi á Eiðsstöðum 1829—46, en þá
lézt Ingigerður 27. júlí 1845.
Ingigerður Helgadóttir átti böm með báðum mönnum sínum.
Þessi þrjú komust upp: Helgi og Solveig af börnum Benedikts og
Hólmfríður Halldórsdóttir.
1. Helgi Benediktsson, f. 18. júlí 1818, d. 12. apríl 1899, bóndi á
Eiðsstöðum 1847—67 og Svínavatni 1867—97. Hann var tví-
kvæntur. Fyrri konan var ekkja, Ingibjörg, d. 23. júní 1862 Arn-
órsdóttir aðstoðarprests á Bergsstöðum Árnasonar (biskups Þór-
arinssonar). Hún hafði áður átt Jóhannes (d. 28. júlí 1846)
bónda á Fjalli í Sæmundarhlíð Guðmundsson (bónda á Mó-
bergi Sigurðssonar og konu lians Elínar Helgadóttur. Af fyrri
konu börnum Helga verður hér getið þriggja.
a. Ingigerður, f. 6. júní 1848, d. 6. apríl 1913, giftist sunnlenzk-
um manni, Þorláki Oddssyni, f. 2. ág. 1856, d. 31. marz 1914,
bjuggu síðast í Ytra-Tungukoti (nú Ártún). Áttu síðast
heima í Reykjavík og létust bæði syðra. Áttu alls 12 bcjrn,
7 dóu ung, en 5 náðu fullorðins aldri. Bamaböm Jreirra eru
m. a. Árni Helgason póst- og símstöðvarstjóri í Stykkishólmi,
4